Höfuðborg Egyptalands, Kaíró (Cairo), er frábær áfangastaður, fyrir alla sem hafa áhuga á fornri menningu en vilja einnig upplifa ríkt nútímasamfélag. Í þessum hluta Afríku mætast vestrið og (mið) auðstrið. Kaíró er stærstu borg Afríku og Mið-Austurlandanna, með næstum 18 milljónir íbúa
Saga Kaíró
Kaíró er oft þekkt sem hjarta arabíska heimsins, en borgin er í norður-Egyptalandi á austur-bakkanum af Níl. Borgin var stofnuð á bökkum þessarar frægu áar, því ár hvert flæðir vatnið yfir bakkana sem leiðir að sér mjög frjósama jörð. Aðeins á þannig stöðum gátu bændur búist við góðri uppskeru, restin af landinu er eyðimörk.
Á vestur bakka borgarinnar ertu með bæinn Giza, með sínum þekktu Pýramídum. Einnig er þar að finna Sphinxinn. Þessi kalksteins stytta er 57 metra há og horfir til austur, eins og hún sé að horfa á sitt eigið stjörnumerki, ljónið.
Iðandi eins og maurabú
Þú átt eftir að rekast á allskonar heillandi hluti í þessari borg! Við mælum ekki með því að leigja bíl og keyra í Kaíró. Almennar umferðarreglur virðast vera eitthvað undarlegt fyrirbæri. Bílar eru útum allt og þar ríkir algjört umferðaröngþveiti.
Það eru miklar andstæður í Egyptalandi: nútíminn og fortíðin, ríkir og fátækir, gamalt og nýtt, og svo að sjálfsögðu allar andstæðurnar í trú landsmanna. Ekki vera hissa þó þeir selja ekki vín eða bjór á veitingastöðum. Kaíró er fyrst og fremst arabískt þjóðfélag, sem gerir það að verkum að áfengi er ekki í boði á flestum stöðum en matarmenningin í Karíó er frábær og btir það upp.
Þú finnur það í Kaíró
Á nóttu til glitrar borgin, vegna spegilmyndunar frá ánni Níl. Í Kaíró kunna þeir að skapa réttu stemminguna því þú getur upplifað frábæra nótt á börum, pöbbum og diskótekum borgarinnar. Hér getur þú bæði fundið bæði vestræna og egypska bari. Það er þó staðreynd að flestir barir eru aðeins heimsóttir af körlum en til eru einnig nokkrir staðir aðeins ætlaðir fyrir konur. Á öllum þessum stöðum ættir þú að geta fengið þér epla og annarskonar vatnspípur.
Ef þú ert að leita að meiri hasar þá getur þú skellt þér á djammið í einum að næturklúbb borgarinnar og dansaðu út nóttina. Í upphafi og lok kvölds er hægt að sjá glæsilega magadansara sýna listir sínar. Ef þig langar að upplifa austræna stemmingu á loungebar, ættir þú að athuga "Shangri-La". Styttan af Buddha fullkomnar andrúmsloftið!
Ef þú ert ekki beint í stuði til þess að dansa, en vilt samt skemmta þér, þá býður Kaíró upp á óteljandi aðra möguleika. Innan óperunnar eru nokkur listagallerí, veitingastaðir og tónleikasalir. Einnig eru leikhús í bænum þar sem er leikið undir berum himni.
Að læra inn á þetta
Það gæti tekið þig dag eða tvo áður en þú venst lífinu í Kaíró, brjáluðu umferðinni og öllum hinum smáatriðunum. Það er auðvitað nóg að sjá í óreiðunni! Nútíma háhýsi rísa hærri en 500 ára gamlar moskur borgarinnar en hliðin á háhýsunum eru aldagamlir felucca bátar á ánni Níl. Þessar andstæður lýsa Kaíró í hnotskurn! Gamla borgin, kirkjur, moskur, Pýramídarnir í Giza, mörg dásamleg söfn, nóg að versla….nóg til þess að halda þér uppteknum frá morgni til kvölds.