Pýramídarnir - helsta aðdráttarafl Egyptalands!
Eitt það helsta og merkasta sem er að sjá í Egyptalandi er að sjálfsögðu heimsfrægu pýramídarnir. Þessi risastóru grafhýsi eru eitt mest ljósmyndaða aðdráttarafl í heiminum en þeir eru að sjálfsögðu verndaðir af UNESCO's World Heritage. Þessi miklu verk eru staðsett á Giza, aðeins 20 kílómetrum frá höfuðborg Egyptalands, Kaíró. Og mundu að þú getur gert mun meira en bara horfa og taka myndir af þeim - þú getur t.d heimsótt greftrunarhólfin eða riðið á úlfalda um svæðið.
Sahara - einn risastór sandkassi
Ef þú ferðast til þessa heillandi heimshluta þá getum við lofað þér að það á eftir að vera af nóg af sandi - enda er Sahara stærsta eyðimörk í heimi. Og þar er nóg af skemmtilegum hlutum að gera - þú getur farið í reiðtúr á úlfalda eða hesti, jeppasafarí, prófað sandboarding, sofið undir stjörnubjörtum himni eða mögulega fundið paradís umlukta döðlutrjám.
Sharm el-Sheik - frá sandi til vatns
Þegar þú ert búinn að fá nóg af öllum þessum sandi, mælum við með því að þú haldir ferðinni um Egyptaland áfram í gegnum Sinai til Sharm el-Sheikh, en það er einn af bestu köfunarstöðum í heiminum. Hér getur þú synt í kristaltæru vatni og kannað litríka fiska og kóralrif í Rauðahafinu. Staðurinn hentar mjög vel fyrir þá sem vilja kafa en einnig fyrir þá sem láta sér nægja að snorkla.
Einnig mælum við með Dahab, en það er gamall fiskibær um 80 km norðaustur af Sharm el-Sheikh og er fullkominn staður til að kafa á - þar finnur meðal annars bláu holuna sem er heimsþekktur köfunarstaður. Ef köfun hentar þér ekki þá er nóg annað í boði - þú getur t.d. lært að surfa, lært magadans eða drukkið te við varðeld og sofnað í alvöru Bedouin tjaldi í eyðimörkinni.
Alexandría - egypsk perla
Ekki sleppa því að heimsækja næststærstu borg Egyptalands, Alexandríu, en hún liggur upp að Miðjarðarhafinu og finnur þú þar fullt af góðum hótelum og nóg af skemmtilegum hlutum að skoða og gera. Síðast en ekki síst mælum við með því að fara í siglingu á lengstu á í heiminum, Níl. Þú átt eftir að verða hissa á því hversu mikið líf er í raun og veru á bökkum árinnar.
Verslun og skoðunarferðir í Kaíró
Egypska höfuðborgin Kaíró, er ein af stærstu borgum heims ef miðað er við íbúafjölda (næstum 18 milljónir) – a.m.k. sú stærsta í Afríku. Hér gæti þér liðið eins og síld í tunnu því nóg er af fólki og mörkuðum. Upplifðu mannlífið á markaðnum el-Khalili, sem daglega laðar að sér þúsundir kaupmanna og nóg af ferðamönnum. Hér getur þú keypt úlfalda og kindur - en einnig minjagripi, sjöl, peysur og handverk af ýmsu tagi.