Í Marokkó er hægt að finna iðandi stórborgir með geðveikri umferð sem og heillandi, hefðbundin þorp þar sem lífið gengur sinn vanagang og hefur breyst svo lítið sem ekkert síðustu aldirnar. Í Marokkó er hægt að upplifa svo ótalmargt; iðandi markaði með hin ýmsu gersemi, það er hægt að læra að sörfa í Agadir og svo er matargerðin eitthvað sem allir þurfa að prófa. Ekki láta þetta magnaða land framhjá þér fara.
Frá eyðimerkurþorpum til óskipulagðra stórborga
Margir hafa heyrt um Marrakech, eina af mest töfrandi borgum Afríku. Hún er litrík og lífleg, rík af fólki og menningu og að vera staddur þar er eins og að vera staddur í ævintýrinu 1001 nótt. Hjarta borgarinnar er markaðurinn Jemaa el-Fnaa, sem er jafn líflegur á daginn og á kvöldin. Ef ferðast er í rúmar tvær klukkustundir að ströndinni kemur þú að litla, fallega bænum Essaouira! Hér er andrúmsloftið dásamlega afslappað. Ef þú vilt upplifa einfalt og þægilegt strandarfrí er Agadir í næsta nágrenni, en þar finnur þú kílómetra langa sandströnd. Svo verður þú auðvitað að ferðast norður til hinnar heillandi Casablanca sem er án efa ein af perlum Norður Afríku.
Frábær matur og gómsætir drykkir
Eitt sem enginn ferðalangur í Marokkó má missa af að smakka er hefðbundið Marokkósk Tagine. Það eru engar ýkjur að þennan mat er að finna á hverjum einasta matseðli í Marokkó og það sama er að segja um hinn fræga kúskús rétt sem samanstendur af kjöti og grænmeti. Svo er það bara að borða nóg af þurrkuðum ávöxtum sem eru einkennandi fyrir Norður Afríku; döðlur, apríkósur, plómur, fíkjur o.fl.
Þú munt svo fljótt sjá að te er ómissandi hluti af lífinu í Marokkó. Það er drukkið á öllum tímum sólarhringsins og við mælum sérstaklega með hinu hefðbundna myntu-te.
Hvað er hægt að gera í Marokkó?
Ferðalag til Marokkó snýst ekki bara um að drekka te og þræða markaði, þó svo að það sé stórskemmtilegt! Þeir sem vilja meiri hreyfingu geta fundið heimsklassa gönguleiðir í Atlas fjöllunum eða skellt sér í sörfsóla í Agadir. Svo er mögnuð upplifun að fara í eyðimerkursafarí - helst gista í tjaldi a.m.k. eina nótt. Engin ferð til Marokkó er svo fullkomnuð nema þú farir í Hammam (gufubað).
Sahara
Höfuðborgin Rabat býr bæði yfir afslöppuðum og evrópskum brag. Þetta er fallegur bær sem áhugavert er að skoða. Héðan getur þú ferðast suður til Atlas fjallanna. Þar bíður þín stórkostlegt útsýni sem þú munt aldrei gleyma; stórbrotnar fjallshlíðar, klettar, djúp gljúfur, dalir og lítil vötn sem umhverfið speglast í. Lengra í vestur tekur Sahara eyðimörkin við; voldug og endalaus, að minnsta kosti við fyrstu sýn. Skemmtileg leið til að upplifa eyðimörkina er að fara á úlfalda í gegnum sandinn. Á leiðinni getur þú komið við í litlum og skemmtilegum þorpum.
Nokkur góð ráð fyrir ferðalag til Marokkó
Í Marokkó er fullt af mörkuðum svo það bjóðast næg tækifæri til að gera góð kaup á fatnaði, leðurvörum, handverki, kryddum, þurrkuðum ávöxtum og fleiri spennandi vörum. Þú verður hins vegar að læra að prútta því að í Marokkó prútta allir! Það eru margar hátíðir haldnar í Marokkó og það er tilvalið að finna eina til að upplifa. Það er mikilvægt að vita að meirihluti heimamanna eru múslimar og því mælum við með að fólk klæði sig í samræmi við það, líkt og í öllum öðrum íslömskum löndum. Þetta þýðir að það á ekki að sjást í hné, axlir eða viðbein og á heilögum gætu konur þurft að hylja olnboga og hár, sama hvernig veðrið er.