Mósambík er einstakur áfangastaður. Það er því augljóst að þú verður að upplifa þessa paradís og þá sérstaklega ef þú ert nú þegar á ferðalagi um Suður Afríku. Frá Jóhannesarborg tekur það þig aðeins sex klukkutíma að keyra þangað. Stökktu af stað og bókaðu fund hjá ferðaráðgjafa okkar varðandi nánari upplýsingar og ferðaráðgjöf!
Maputo höfuðborg Mósambík
Áður en þú dýfir þér út í Indlandshafið þá mælum við með að þú kannir hina skemmtilegu borg Maputo. Það getur tekið þig nokkra daga að kynnast borginni almennilega svo gefðu þér tíma! Skoðaðu alla mismunandi markaði borgarinnar, smakkaðu á ferskum sjávarréttum og njóttu þess að sitja og hlusta á lifandi tónlist á götuhornunum.
Hvað á að gera í Mósambík?
Strandlengjan í Mósambík er eitt aðal aðdráttarafl landsins. Hún er um 2000 km löng og þar finnur þú frábærar strendur sem bjóða einnig upp á hina ýmsu afþreyingarmöguleika. Þegar þú færð nóg af því að liggja í sólinni skelltu þér þá í siglingu, kajakferð, veiðar eða köfun.
Í norðaustur héraðinu Inhambane, Tofo Bay, eru nokkrar af fallegustu ströndum heims. Þar er andrúmsloftið mjög afslappað og umhverfið ævintýralegt. Eftir nokkra letidaga á ströndinni ættir þú að drífa þig í köfun eða snorkl. Hver veit nema að þú eigir eftir að rekast á hvalháf (whale shark)! Í Mósambík finnur þú nefnilega nokkra af bestu köfunarstöðum heims. Ef þú ert óreyndur kafari þá er ekkert mála að breyta því en þarna finnur þú einnig marga góða köfunarskóla.
Þú getur ekki farið frá Mósambík án þess að heimsækja Bazaruto Archipelago þjóðgarðinn. Bazaruto er staðsett 400 km norður af Tofo. Garðurinn er verndaður og eru engir vegir né verslanir á svæðinu. Umhverfið er algerlega ósnert!
Að ferðast um Mósambík
Ef þú ert að koma til Mósambík frá Suður Afríku átt þú eftir að uppgötva að það er því miður ekki alveg jafn auðvelt að ferðast þar. Þú finnur daglegar rútuferðir á milli stærstu borganna en ef þig langar að heimsækja minni bæi og þorp þá verður þú að ferðast með „chapas”, litlar rútur. Á móti færð þú þar frábært tækifæri til að upplifa menninguna og kynnast heimamönnum nánar.