Jóhannesarborg er stærsta borgin í Suður-Afríku og miðja viðskipta og verslunar. Margir ferðamenn nýta borgina sem upphafspunkt fyrir ferðalag sitt en þar má einnig upplifa áhugaverða menningu því í borginni mætast miklar andstæður.
Jóhannesarborg (einnig þekkt sem Jozi, Joni, eGoli og fl), er miðstöð Afríku hvað varðar verslun með gull og demanta. Borgin er meðal 40 stærstu stórborga í heimi og líkt og í svo mörgum stórborgum hefur hún fjölbreytt menningarsamfélag og sem er full af andstæðum, ekki síst hvað varðar grófgerð hverfi sem mæta nútímabyggingarlist og hverfi milljónamæringa sem mætir fátækrahverfunum. Jóhannesarborg getur virst yfirþyrmandi fyrir þann sem kemur þangað í fyrsta sinn en ferðamenn eru fljótir að venjast borginni. Flestir þeirra halda sig í úthverfum í norðurhluta borgarinnar en þau eru eins og fullt af litlum þorpum sem öll hafa mismunandi andrúmsloft. Fyrir ferðamenn sem eru að leita eftir menningarupplifun er Market Theatre byggingin mikilvæg miðja leikhúsmenningar. Kíktu líka á fjölbreytt úrval klúbba og listagallería í Jóhannesarborg.
Ferð til Soweto
Sagt er að til þess að skilja til fulls hina áhugaverðu sögu Suður-Afríku verði menn að fara til Soweto! Þú getur farið í dagsferð til Soweto en í þeirri ferð sérð þú nýjar hliðar á tilverunni. Þú ferð frá ríkum hverfum til þeirra fátækari og lærir mikið um lífsstíl fólks í Soweto. Áhugavert er að skoða safnið sem reist hefur verið á heimili Nelson Mandela ásamt Apartheid safninu og Museum Africa í Jóhannesarborg.
Vagga mannkyns eða The Cradel of Humankind er svæði á heimsminjaskrá UNESCO og er staðsett í um 25 kílómetra fjarlægð frá miðborginni. Þar getur þú lært áhugaverðar staðreyndir um sögu og þróun mannkyns.
Náttúruskoðun og Safarí!
Hinn vinsæli Lion Park er nálægt Jóhannesarborg og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir ef þeir hafa ekki tíma fyrir lengri safaríferðir. Hægt er að hefja ferðir þangað víða í borginni. Þú munt sjá sjaldgæf hvít ljón, gíraffa og fjölbreytt dýralíf. Ungarnir eiga eftir að bræða þig!
Frá Jóhannesarborg er hægt að fara í stutt og löng safarí. Frægasti áfangastaðurinn í slíkum ferðum er Kruger þjóðgarðurinn. Bílferðin þangað er frekar löng en algjörlega þess virði. Þegar þú ert að plana safaríferðirnar þínar ættir þú að forðast regntímabilið til þess að eiga sem ánægjulegasta ferð. Það er einstök upplifun að fylgjast með heimi dýranna í nokkurra daga safaríferð.
Sjálfboðaverkefni í Jóhannesarborg og nágrenni
KILROY býður upp á ýmiskonar sjálfboðaverkefni í Suður-Afríku. Þar á meðal eru nokkur sem eru nálægt Jóhannesarborg.
Að ferðast um Jóhannesborg
Öruggasta leiðin til að kynnast borginni og umhverfi hennar er með því að bóka ferð með litlum hópi. Gættu að öryggi þínu því glæpatíðnin í Jóhannesarborg er mjög há. Ferðamenn ættu að forðast það að vera einir og nota heldur leigubíla. Safecab og Rose Taxi hafa gott orðspor. Innfæddir nota yfirleitt litla strætisvagna en leigubílar eru þægilegri og öruggari fyrir ferðamenn.
Þá er einnig frábært að fjárfesta í rútupassa þar sem þú getur ferðast á milli 180 gististaða í Suður-Afríku.