Í Kruger Park í Suður-Afríku getur þú séð fjölmargar dýrategundir, allt frá þeirri stundu sem þú kemur inn á svæðið. Þú getur séð afríska antilópu, sebrahesta, gíraffa og fíla... listinn er endalaus. Minniskort myndavélarinnar fyllist á mettíma og þegar þú sérð flóðhest geispa í leðjupolli munt þú setja nýja linsu á óskalistann.
Kurger þjóðgarðurinn - fylgst með dýrum að næturlagi
Hiti eftirmiðdagsins rekur dýrin að vatnsbólinu. Apar og villigeltir hanga við pollinn og færa sig aðeins ef hinn risavaxni fíll mætir á svæðið. Þegar dimmir verður andrúmsloftið í garðinum dramatískt og þá hefst næturævintýrið sem allir hafa beðið eftir. Leiðsögumaðurinn sem hallar sér upp að jeppanum, lýsir upp runnana með stórum kyndli og það glampar í augu dýranna í myrkrinu.
Kruger Safarí - að leigja bíl eða fara í skipulagða hópferð
Í rauninni hefur þú tvo valkosti þegar þú vilt fara í safarí í Kruger. Ef þú hefur tíma til þess að gera áætlun og undirbúa þig, ásamt því að búa yfir slatta af hugrekki, þá getur þú leigt bíl og farið á eigin vegum. Það er að minnsta kosti fjögurra tíma bílferð þangað frá Jóhannesarborg, svo ekki láta þér detta í hug að fara í dagsferð. Þú finnur tjaldstæði með tjöldum eða kofum í garðinum en enn fleiri gistimöguleikar eru utan garðsins. Athugaðu þó að ef þú ætlar að gera þetta sjálfur, þá gæti verið að þú sjáir ekki dýrin sem þig langar til að sjá.
Þetta er ástæðan fyrir því að við mælum með því að þú farir í skipulagða ævintýraferð. Leiðsögumenn í mismunandi hópum láta hvern annan vita hvar dýrin halda sig hverju sinni. Leiðsögumennirnir geta líka sagt þér ýmislegt um dýrin og hegðun þeirra. Farartækin í slíkum ferðum eru örugg, gisting er innifalin ásamt mat svo þú þarft ekki að eyða tíma í að finna út úr þessum hlutum. Bara ekki gleyma myndavélinni!
Hafðu svo samband við ferðaráðgjafa ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt skipuleggja draumaferðina þína til Suður Afríku!