Það er úr mörgu að velja þegar hugsað er til áhugaverðustu svæðanna í Suður-Afríku. Brot af því besta er t.d. Simonstown við Boulder Beach stönd þar sem þú getur séð fjölda Afríkumörgæsa og Cango hellarnir við Knysna og Oudtshoorn. Ef þú vilt komast á sögu- og menningarslóðir skaltu fara til Port Elisabeth og leita eftir dagsferðum til svokallaðra "townships", sem eru þekkt fátækrahverfi. Við mælum einnig með safaríferð í þjóðgarðinn Kruger. Í slíkum ferðum kemst þú oft í náið tæri við ljón og fleiri spennandi dýr!
Hvað á ég að gera í Suður-Afríku?
Allir sem heimsækja Höfðaborg, ein af höfuðborgum Suður-Afríku, verða að fara uppá topp stapafjallsins Table Mountain. Þar færð þú stórkostlegt útsýni yfir borgina sem er rómuð fyrir fegurð - þetta er því einstök upplifun! Einnig mælum við með að þú farir á Cape Point höfða. Þar færðu magnað útsýni og sérð hvernig Indlandshaf og Atlantshaf mætast. Ef þú vilt fræðst meira um söguna ættir þú að fara í ferð á Robben Island.
Í Suður-Afríku er að finna nokkra af bestu brimbrettastöðum jarðar. Ef þú ert byrjandi er um að gera að skella sér á námskeið. Þú getur fengið einkakennslu í litlu borginni Plettenberg Bay! Mundu að hlusta eftir öskri sæljónanna.
Í Suður-Afríku finna allir kafarar eitthvað við sitt hæfi. Þar getur þú prufað búrköfun þar sem þú ferð niður í búri innan um hvíthákarla. Mekka köfunar er í Sodwana Bay, um fjögurra klukkutíma fjarlægð frá Durban. Þar geturðu séð hitabeltisfiska, skjaldbökur, hákarla og höfrunga, allt eftir árstíma!
Á Garden Route vegi er áin Bloukrans River. Hér er hæsta teygjustökk í heimi! Fallið frá brúnni og niður er 216 metrar - við ábyrgjumst að þú munt fá algjört adrenalínkikk og upplifun sem þú munt aldrei gleyma!
Suður-Afríka er þekkt fyrir frábær vín og það skemmtilega við vínsmökkun í Suður-Afríku er hvað hún býðst á viðráðanlegu verði. Skoðaðu Groot Contantia sem er elsti víngarður landsins, Paarl eða Franchhoek Stellenbosh.
Göngur í Suður-Afríku
Á milli Jóhannesarborgar og Durban liggja Drakensberg fjöllin. Þar finnur þú margar skemmtilegar gönguleiðir, klifursvæði og hestaferðir í fersku fjallaloftinu. Þar er einnig hæsti foss Afríku (næsthæsti foss heims) Thukela foss sem er með 947 metra fallhæð. Mátt ekki missa af honum!
Skemmtilegt er einnig að fara til Lesotho þar sem sveitastemnining er ríkjandi. Lesotho er umkringd fjöllum og finnur þú þar frábærar gönguleiðir. Vegirnir þarna eru mjög slæmir svo þú skalt hugsa þig tvisvar um áður en þú leigir bíl - farðu frekar í dagsferðir á hæfari ökutækjum.
Einnig skaltu leggja leið þína til Tsitsikamma Coastal National Park þar sem þú finnur hina frægu gönguleið Otter Trail.
Hvernig er best að ferðast um Suður-Afríku?
Það ganga skipulagðar og öruggar rútuferðir á milli helstu borga og bæja sem er tilvalið fyrir þig að nota. Við mælum með Baz Bus, ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að þjónusta bakpokaferðamenn. Fyrirtækið býður uppá hop-on hop-off þjónustu og fer á milli u.þ.b. 180 farfuglaheimila í Suður-Afríku.
Ferðalag til Suður-Afríku er einnig frábært tækifæri til að láta road trip drauma þína rætast því að ferðast um í bíl er frábær leið til þess að sjá og upplifa Suður-Afríku.