Í Úganda bíður þín heill heimur ævintýra. Úganda er oft nefnd Perla Afríku og það ekki að ástæðulausu. Brot af því áhugaverðasta sem landið býður upp á eru fjallagórillur í útrýmingarhættu, ljón sem klifra í trjám, rafting í ánni Níl, dularfull þorp sem leynast í þokunni, eldfjöll og hlýlegar móttökur.
Úganda er staðsett í austurhluta Afríku og þar er að finna stærsta stöðuvatni Afríku, Viktoríuvatni, sem er krökkt af fiski. Þegar þú ferðast til Úganda kemstu að því að íbúar landsins eru stoltir, mjög kurteisir og heimsmeistarar í gestrisni.
Borgirnar Entebbe & Kampala
Höfuðborgarinnar Kampala iðar af lífi. Þrátt fyrir að umferðin geti verið höfuðverkur og það geti tekið langan tíma að fara stuttar vegalengdir er mjög gott að skoða Kampala á daginn, en líkt og í mörgum öðrum höfuðborgum í Afríku er best að fara í skipulagða skoðunarferð um borgina.
Þjóðgarðar Úganda - Simpansar og ljón sem klifra í trjám
Í Úganda eru samtals tíu þjóðgarðar. Margir þeirra bjóða upp á tækifæri til að fylgjast með dýralífi í fjölbreyttu landslagi.
Queen Elizabeth National Park er staðsettur í vesturhluta Úganda og er vinsælasti áfangastaður landsins. Garðurinn er frægur fyrir spennandi dýralíf, sérstaklega ljónin sem klifra í trjám því að slík ljón finnast ekki víða. Rannsakendur hafa lengi reynt að komast að því hvað það er sem lætur ljónin klifra í trjám því það er alls ekki algengt. Ef þú vilt hitta á simpansa ættir þú að kíkja til Kibale National Park.
Fjallagórillur í Úganda - „Gorilla Trekking”
Það að fylgjast með fjallagórillum í mikilli nálægð í sínu náttúrulega umhverfi er eitt það magnaðasta sem hægt er að upplifa. Þær eru því miður í útrýmingarhættu, en það eru um það bil 700 górillur eftir í heiminum og þær finnast einungis í Úganda, Rúanda og Kongó. Í Úganda má finna þær á tveimur stöðum; í Bwindi Impenetrable National Park og Mgahinga Gorilla National Park. Bwindi Impenetrable National Park geymir næstum helming af öllum fjallagórillum í heiminum, um 340 dýr.
Það er mögnuð upplifun að leita að górillu, en þessi upplifun er ekki ókeypis því það þarf að kaupa sérstök leyfi fyrir „gorilla trekking”. Ef þú ferð í skipulagða ferð með KILROY er þetta leyfi að öllum líkindum innifalið í ferðinni. Taktu með þér mikið af vatni og síðbuxur því þú munt ekki ganga um opin svæði heldur beint í gegnum regnskóginn, en gangan er sko vel þess virði! Að sitja tvo metra frá risastórri górillu er ótrúlega magnað.
Kisoro
Í suðvesturhluta Úganda er smábærinn Kisoro en hann er í 9-10 klst. bílferð frá Kampala. Slæmur vegur leiðir þig í gegnum stórbrotið landslagið sem hefur verið nefnt eða „Switzerland of Africa”. Þú ekur fram hjá fjöllum, vötnum, ræktuðum hlíðum, regnskógi og bambusskógi. Þegar síðasta hæðin er að baki opnast nýr heimur í landslaginu og Virunga eldfjöllin gnæfa yfir hina miklu sléttu Úganda, Rúanda og Kongó. Það er hér sem hið fræga Travellers Rest Hotel er staðsett.
Rafting í Úganda
Ef þú vilt upplifa fyrsta flokks rafting ættir þú að fara til Jinja. Þar getur þú farið í rafting í uppsprettu Nílar, en fljótið er með erfiðleikastig 5 og það býður upp á meiriháttar upplifun.
Hvernig er best að ferðast um Úganda?
Fljótlegasta og auðveldasta lausnin er að skrá sig í skipulagða ævintýraferð. Í Úganda er ekki gott vegakerfi og lélegar almenningssamgöngur og því ættir þú að búa þig undir að fara hægt yfir.