Þegar þú stígur út úr flugstöðvarbyggingunni átt þú strax taka eftir því hvað allt er ólíkt því sem þú hefur áður upplifað. Ekki einungis er fólk allsstaðar heldur einnig er andrúmsloftið afar rykmettað. Fylgdu því tískunni og taktu með þér trefil til að halda fyrir vit þín. Gefðu svo Delhi smá tíma til að heilla þig, þú munt fljótlega læra að meta mannmergðina og lyktina!
Miðbær Delhi
Miðbær Nýju-Delhi er mjög fallegur en áhugavert er að sjá fjölbreytileikann í þeim hverfum sem þar mætast. Hið stóra, glæsilega alþingishús er umkringt af stórum görðum og það sama má segja um konungshöllina. Ferðamannastraumurinn liggur að Sigurboganum (e. Arch of Triumph) en hann stendur við endann á Ceremonial Avenue sem byrjar við konungshöllina.
Hof í Delhi
Mundu efti því að taka með síðbuxur og langermabol, sama hver veðurspáin er því að þú þarfnast þessa fatnaðar ef þú ætlar að skoða eitthvert af hinum fallegu hofum í Delhi. Í sum þeirra færð þú ekki að fara inn í nema fætur þínir séu huldir en samt þarf þú að fara úr skónum áður en þú ferð inn. Sum hof rukka aðgöngugjald en heimsóknir í flest þeirra er ókeypis aðgangur. Mjög áhugavert er að skoða Lótushofið (e. The Lotus Temple), þar sem helgiathafnir eru haldnar daglega. Einnig mælum við með Quatab Minar, suður af Delhi, þar sem þú finnur meðal annars fyrstu mosku Indlands og eitt af undrum Indlands, hina sjö metra háu járnsúlu.
Að ferðast um Delhi
Þegar þú lendir á flugvellinum í Delhi er lang best að láta einhvern sækja þig og við mælum alltaf með því. Þetta getur verið í gegnum hótelið eða ferðina sem þú ert búinn að bóka. Því næst er að taka leigubíl.
Það er hins vegar mjög auðvelt að ferðast um í Delhi. Þar eru leigubílar, hjól og autoriksha (þriggja hjóla farþegavélhjól) alls staðar. Fátæktin er mikil og er algengt að ferðamenn séu plataðir af riksha og autoriksha bílstjórum. Algengt er að þeir fara með ferðamenn inn í búðir til að fá þóknun frá búðareigendum, viðskiptavinirnir þurfa ekki endilega að kaupa neitt, bílstjórinn fær samt sinn hlut. Til að komast hjá þessu getur þú alltaf greitt bílstjóranum aðeins meira eða það sem hann hefði fengið frá búðinni, við erum að tala um mjög lágar upphæðir (um 50 krónur). Ef þú vilt taka leigubíl er auðveldast að semja um verð fyrirfram. Þú getur líka leigt bílstjóra/leiðsögumann í heilan dag og skipulagt ferðina fyrirfram.
Hótel í Delhi og önnur gisting
Mundu að hótelstaðallinn í Indlandi er talsvert öðruvísi en heima. Þriggja stjörnu hótel gæti verið virkilega óaðlaðandi staður. Það gæti því stundum verið góð hugmynd að borga aðeins meira fyrir gistingu, eða koma með eigin svefnpoka til að nota á hótelinu.
Hægt er að fá gistingu í hvaða verðflokki sem er en mundu eftir því að skoða alltaf herbergið áður en þú ákveður þig og á flestum gistihúsum er auðvelt að fá betra verð ef þú kaupir nokkrar nætur í senn. Jafnvel þó það sé heitt úti geta næturnar verið kaldar og því er kannski mikilvægara en þú heldur að geta farið í heita sturtu á gististaðnum.
Ferðaráð frá okkur!
Ef þú hefur ekki mjög mikla ferðareynslu þá mælum við hiklaust með að fara í skipulagða ferð. Og ef það hentar þér ekki, pantaðu þá allavega fyrstu næturnar að heimann. Ferðaráðgjafi okkar getur aðstoðað þig með þetta.
Vertu með varann á þér þegar þú ferð út að kvöldi til, sérstaklega ef þú ert ung, vestræn kona. Taktu með þér magatöflur, til vara, líklega þarftu þó ekki að nota þær!