Það eru nokkrir vel þekktir staðir á Indlandi sem eru algjörlega þess virði að sjá en hafðu í huga að það eru oft litlu hlutirnir sem eiga eftir að veita þér ævintýralegstu upplifanirnar. Indland hefur upp á ótalmargt að bjóða eins og magnaða og litríka matargerð, þjóðgarða, stórfenglegar byggingar, markaði og fallegar strendur. Landið er gífurlega stórt og því mikilvægt að ákveða hvert ferðinni er heitið og hvernig á að komast á áfangastaðina innan þess tíma sem þú hefur.
Hvað á ég að gera á Indlandi?
Það eru nokkrir staðir sem þú ættir alls ekki að láta fram hjá þér fara þegar þú heimsækir Indland. Taj Mahal í borginni Agra er stærsta aðdráttarafl Indlands. Þessi bygging er ein sú fallegasta og fullkomnasta sem við höfum augum litið en Indland býður upp á svo margt fleira að sjá og upplifa. Þar á meðal eru staðir eins og fallegu Mharaja hallirnar umhverfis Rajasthan, gróðursælu árbakkana við Kerala Backwaters á suðvesturströnd Indlands, Gullna hofið í Amritsar, strendur Goa og hippamarkaðinn í Ajuna. Einnig er skemmtileg upplifun að fylgjast með kameldýramarkaðinum í Pushkar í miðri Rajasthans eyðimörkinni.
Farðu einnig til Dharmsala. Þar getur þú upplifað tíbetska menningu og farið á safarí í einum af stærstu þjóðgörðum Indlands. Líklegt er að þar eigir þú eftir að rekast á tígrisdýr!
Ef þú vilt upplifa menningu þá ættiru að heimsækja Hubli sem er með mjög hátíðlegt og fjörugt næturlíf eða skella þér á Hindu hátíðina Holi, einnig þekkt sem hátíð litanna (festival of colors) eða litir Indlands (Colors of India). Það er einstök upplifun!
Að ferðast um Indland
Að ferðast um Indland er án efa mikil upplifun. Vegalengdirnar eru miklar og mannfjöldinn gríðarlegur.
Lestarkerfið nær yfir nánast allt landið og virkar fín en lestirnar eru alltaf yfirfullar af fólki og fara hægt yfir. Þú getur keypt miða í eina af dýrari lestunum en upplifunin verður þó ekki sú sama. Athugið að miðaverð fer eftir hraða lestanna, hvort þú ferðast yfir dag eða nótt, á hvaða farrými þú ferðast o.s.frv. Bara það að kaupa miðann krefst gríðarlegrar þolinmæði!
Það er ódýrt að ferðast með rútu um Indland - en rúturnar eru þó flestar gamlar svo öryggið er ekki alltaf í hámarki. Íhugaðu frekar að leigja leigubílstjóra í einn til tvo daga. Það er ódýrt og gefur þér mikið frelsi því þú getur ákveðið hvert þú vilt fara og hvenær þú vilt fara. Þessi leið veitir þér þó eflaust ekki eins mikla nálægð við heimamenn, jafnvel þó að flestir leigubílstjórarnir séu skemmtilegir og vilji glaðir gegna hlutverki leiðsögumanns. Mundu svo að semja alltaf við bílstjórann um verð áður en lagt er af stað - það sama á við ef þú ákveður að prófa tuk-tuk sem við mælum eindregið með!
Gisting á Indlandi
Það er auðvelt að finna ódýra gistingu á ferðalagi um Indland. Við mælum með að þú bókir fyrstu næturnar áður en þú leggur af stað. Þannig munu þín fyrstu kynni við landið verða mun þægilegri. Ferðaráðgjafar KILROY geta aðstoðað þig varðandi nánari upplýsingar um komupakka.
Matur á Indlandi
Indversk matargerð er himnesk! Maturinn er bragðmikill, sterkur, litríkur, spennandi og í rauninni allt annað en leiðinlegur. Vertu samt varkár því hreinlæti er ekki forgangsatriði á öllum stöðum. Í raun og veru er erfitt að verða ekki örlítið lasin/n á einhverjum tímapunkti á ferðalagi um Indland. En svona er lífið á Indlandi.