Langar þig að heimsækja stað þar sem ekki eru margir aðrir ferðamenn? Þá ættir þú að heimsækja Kalimantan - indónesíski hluti Borneo. Kalimantan er um það bil 3/4 af Borneo og mun minna heimsóttur af ferðamönnum en malasíski hlutinn.
Í Kalimantan átt þú eftir að fá tækifæri til að upplifa einstaka menningu og gestrisni heimamanna. Heimsæktu litlu þorpin! Mundu samt að þar sem heimamenn tala oft ekki góða ensku gæti það tekið þig aðeins lengri tíma að ferðast á milli staða - en á móti kemur að þú munt að eignast ógleymanlegar minningar.
Hvað á ég að gera á Kalimantan?
Kalimantan svæðinu er skipt niður í fjögur héruð: mið, vestur, suður og austur Kalimantan.
Í mið Kalimantan eru fáir ferðamenn. Þar er að finna hina einstöku Dayak menningu og þó þeir séu ekki enn í klæðnaðinum þá er tónlistin og dansinn enn lifandi. Það er ótrúleg upplifun að ferðast um þetta svæði þegar það er hátíð í gangi - nýttu það ef þú getur!
Í vestur Kalimantan finnur þú stóra og fallega þjóðgarða og sögulegar Malay hallir eins og Sintang og Ketapang.
Suður Kalimantan er minnsta héraðið og er höfuðborg þess Banjarmasin. Í þeirri skemmtilegu borg finnur þú frábæran fljótandi markað - klárlega sá besti í Asíu.
Vinsælast er að stoppa í austur Kalimantan. Þar finnur þú einstakar eyjar og ótrúlega þjóðgarða þar sem þú getur farið í göngu og skoðað dýralífið. Turtle Island er þekkt fyrir grænar skjaldbökur sem verpa eggjum á ströndum eyjarinnar. Ef þú ert þar á réttum árstíma getur þú séð nýfæddar skjaldbökur flýta sér í fyrsta skiptið út í sjó!
Á ferðalaginu þínu um Kalimantan verður þú að fara í ferð á Mahakam ánni - reyndu að finna ferskvatns höfrunga! Í norðvesturhluta Kalimantan, Pasir Panjang, nálægt Singawang finnur þú fræbærar strendur - einnig eru frábærar strendur á mörgum nálægum eyjum.
Þú getur farið í gönguferðir í þjóðgörðunum Kayan Mentarang, Betung Kerihun og Bukit Baka Bukit Raya. Mundu að óska eftir leiðsögumanni á skrifstofu þjóðgarðsins.
Það er einstök upplifun að ganga um Kayan Mentrang og átt þú mjög ólíklega eftir að rekast á aðra ferðamenn! Vertu viðbúin/n að fá drullu á skónna svo vertu í góðum skóm!
Þú finnur marga einstaka köfunarstaði í austur, vestur og suður Kalimantan og þá sérstaklega við eyjarnar. Upplifðu einstaka köfun þar sem þú fylgist með litríkum kóralrifum, stórum Manta Rays og sæskjaldbökum. Passaðu þig þó á marglyttunum!
Þjóðgarðar á Borneo - Kalimantan
Þú finnur einstaka þjóðgarða á Kalimantan svæðinu. Auðveldast er fyrir þig að ferðast til þjóðgarða sem liggja við ströndina eins og Gunung Palung, Tanjung Puting og Kutai. Þjóðgarðarnir sem liggja inn í landi eru mun erfiðara að nálgast en þar getur þú upplifað magnað dýralíf. Athugaðu að í öllum þjóðgörðunum er næstum engin aðstaða fyrir ferðamenn svo þú verður að vera tilbúin/n að horfa á ævintýralegu hliðina á ferðalagi þínu.
Hvernig er best að ferðast um Kalimantan?
Hægt er að finna flug frá nokkrum stórborgum Asíu. Auðvelt er að ferðast til Kalimantan með ferju frá Malasíu og Indónesíu. Ef þú ert í malasíska hluta Borneo getur þú einnig farið yfir landamærin landleiðis á milli Sarawak og vestur Kalimantan. Mundu að þú þarft að vera komin/n með visa/vegabréfsáritun áður en þú kemur að landamærunum.
Ferðaráð!
Gott er að kunna nokkra almenna frasa í tungumálinu. Heimamenn tala ekki mikla ensku og því mun það auðvelda þér mikið ferðalagið að kunna nokkra frasa eins og hvað kostar þetta?
Athugaðu að skógar hafa verið að hverfa hratt á síðustu árum vegna ólöglegs skógarhöggs. Vertu því ábyrgur ferðamaður og ekki styðja við það með því að versla trévörur.
Hafðu samband við ferðasérfræðinga okkar og þeir hjálpa þér að finna ferðir og flug til Borneo.