Í miðbæ Jakarta finnur þú breiðar götur, falleg minnismerki og stórt viðskiptahverfi byggt úr gleri og marmara. Göturnar eru fullar af lífi og umferðin er oft á tíðum mjög mikil. Matargerðin í Jakarta er einstök! Það verður ekki erfitt fyrir þig að finna góðan mat.
Hvað á ég að gera í Jakarta?
Þegar þú ert búinn að ganga um götur borgarinnar, heimsækja skemmtilega markaði og smakkað einstakan mat þá er tilvalið að heimsækja Taman Ismail lista miðstöðina. Þar finnur þú skemmtilega blöndu af nútíma- og hefðbundinni list. Einnig mælum við með því að að þú heimsækir gömlu höfnina Sunda Kelpa, gamla bæinn í Jakarta og safnið Gajah. Á þessum stöðum átt þú eftir að fá góða innsýn inn í indónesíska menningu!
Að versla í Jakarta!
Ef þú þarft að versla áður en þú byrjar ferðalagið um Indónesíu er gott að gera það í Jakarta. Þar finnur þú marga markaði og verslunarmiðstöðvar um alla borg.
Hvað á ég að borða í Jakarta?
Smakkaðu indónesíska sjávarrétti matreidda úr kókoshnetumjólk, bananalaufum og fersku grænmeti. Þú átt eftir að upplifa sannkallaða matarást í Indónesíu! Og einnig til að bæta það þá er mikið um innflytjendur svo þú getur einnig fundið matargerð alls staðar að úr heiminum.
Eyjahopp í Indónesíu - byrjar í Jakarta!
Indónesía er stórt land, það eru um það bil 5000 kílómetrar frá austurhlutanum til vesturhlutans. Indónesía samanstendur af yfir 18.000 eyjum sem allar hafa sitt sér einkenni. Skelltu þér í hið vinsæla eyjahopp og kannaðu mögnuð eldfjöll, heillandi regnskóga, litrík kóralrif og magnað dýralíf.
Borgin Jakarta er kannski ekki hinn hefðbundni áfangastaður en vegna staðsetningar sinnar og hins alþjóðlega flugvallar, Soekarno-Hatta, er vinsælt að byrja bakpokaferðalagið um Indónesíu þar. Annars er eyjan Java áfangstaður sem allir ættu að heimsækja. Java er hjarta Indónesíu!