Háhýsi, frábærar verslanir, skemmtilegt næturlíf, áhugaverð söfn og margvísleg austurlensk matargerð! Þú finnur þetta allt saman í Hong Kong. Það er auðvelt að ferðast á milli staða; annað hvort með ferju, neðanjarðarlestinni eða leigubíl.
Aðaleyjan - Hongkong
Aðaleyjan (e. The Main Island) er það svæði sem flestir sjá fyrir sér að Hong Kong líti út fyrir að vera. Í þessum úthverfafrumskógi eru skýjakljúfar sem innihalda ýmsar viðskiptastofnanir s.s. World Trade Centre og Bank of China. Þegar þú gengur upp að Victoria Peak (eða tekur toglestina) eru verðlaunin ekki af verri endanum. Stórkostlegt útsýni yfir borgina, sérstaklega að kvöldi þegar borgin líkist upplýstu teppi og virðist anda frá sér lifandi stemningu, sú sjón er engu lík.
Kowloon
Kowloon er hluti borgarinnar sem er staðsettur á meginlandinu. Ef þér finnst gaman að versla gæti þetta verið himnaríki fyrir þig. Þarna finnur þú marga mismunandi bari, veitingastaði, hótel, næturklúbba og verslanir ásamt nokkrum mörkuðum sem er áhugavert að skoða. Þarna getur þú að keypt þér sérsniðin jakkaföt úr góðu efni á fáránlega lágu verði. Fyrir utan allt þetta er mikið af söfnum og sögulegum stöðum í þessum borgarhluta sem gera svæðið áhugavert út frá menningarlegu sjónarhorni.
Macao
Austur af borginni má komast í snertingu við „Miðjarðarhaf" Asíu. Ef ferðast er með bát er borgin Macao aðeins í um klukkustundarfjarlægð en þar er talsvert sveitalegra andrúmsloft en í Hong Kong. Þessi fyrrum portúgalska nýlenda er afslöppuð og þægileg en þar má finna heilan helling af vel varðveittum eða endurgerðum sögulegum minjum.
Gönguferðir og strendur
Hong Kong er mjög góður staður fyrir gönguferðir, þrátt fyrir að flestir hefðu ekki búist við því. Rétt utan við borgina hefjast margar gönguleiðir, sú lengsta er um 100 kílómetrar. Ferðin gæti tekið þig í gegnum skóga, áhugaverða fuglaskoðunarstaði og dásamlegar hvítar strendur. Þú getur einnig leigt þér surfbretti og leikið þér í öldunum.
Góð byrjun á ferðalagi þínu um Kína
Hong Kong er lifandi borg þar sem margt er að sjá og gera. Mundu bara að þegar þú heldur áfram ferð þinni um Asíu ferðu inn í allt annan heim. Þú getur auðveldlega ferðast til Kína í gegnum Shenzhen en allt í einu talar enginn ensku lengur, göturnar verða að óskipulögðu umferðaröngþveiti og fólkið þýtur hjá án þess að líta upp. Ekki er jafn auðvelt að þekkja innihaldið í matnum þínum lengur. Undirbúðu þig undir þetta en ekki láta það draga úr þeirri ákvörðun þinni að ferðast þangað!