Borneo er skipt niður á milli þriggja landa: Brunei, Malasíu og Indónesíu. Malasíu hlutinn hefur að geyma hæsta fjall Suðaustur-Asíu og það er klárlega þess virði að gefa sér tíma í að labba upp það og sjá ótrúlegt útsýni. Af hverju ekki að verðlauna sig eftir magnaða göngu og upplifa stórfenglega regnskóga, fallegar strendur og komast í mikla snertingu við öll þau dýr sem búa á þessari mögnuðu eyju?
Hvað á að gera á Borneo?
Kota Kinabalu er heillandi borg sem liggur á mörkum frumskógar og Suður-Kínahafsins. Þaðan er hægt að komast í mörg af þeim ævintýrum sem Borneo býður upp á og nærliggjandi umhverfi borgarinnar er einstakt þegar kemur að líffræðilegri fjölbreytni.
Byrjaðu ferðina þína í Tunku Abdul Rahman þjóðgarðinum þar sem þú finnur nokkrar fallegustu strendur Borneo, ósnortinn frumskóg og framandi sjávarlíf.
Mount Kinabalu er orkedíu-paradís í yfir 4.000 metra hæð. Þetta er hæsta fjall Suðaustur-Asíu og útsýnið frá toppnum er svo sannarlega magnað. Að klífa fjallið er eitthvað sem allir ferðalangar ættu að gera. Njóttu fjallaloftsins og fallegs dýra- og plöntulífsins. Hægt er að ganga á fjallið með leiðsögumanni, þú getur valið allt á milli nokkurra klukkustunda göngu upp í nokkurra daga ferð á toppinn. Gangan tekur á, en útsýnið er svo sannarlega þess virði!
Frá Kota Kinabalu getur þú svo farið í stutta ferjuferð til Gaya eyja. Þetta er sannkölluð paradís ef þú ert að leita að hvítum ströndum umkringdum grænum skógum og kóralrifum með litríku sjávarlífi sem gaman er að kafa hjá.
Sipadan er frægur köfunarstaður. Vistkerfið hér er ótrúlegt og svæðið er heimkynni meira en 3.000 sjávartegunda. Þar geturðu dáðst að sleggjuháfum (Hammerhead sharks), elt litríka fiska og fylgst með skjaldbökum. Sjávarlífið hér er ótrúlegt!
Ef þú vilt upplifa lífið í frumskóginum mælum við með Kinabatangan. Skelltu þér í stígvélin og labbaðu af stað en helst með leiðsögn svo þú ratir aftur heim!
Viltu upplifa alvöru ævintýri? Í Gulung Mulu National Park er eitt stærsta neðanjarðar-hellakerfi heims. Þú getur farið í 15 klst hellaferð en búðu þig undir mikið labb og fullt af leðurblökum.
Órangútar og Skjaldbökueyjan
Sepilok Orangutan Rehabilitation Center utan við Sandakan er eitt af fáum friðlöndum fyrir órangútana í heiminum þar sem munaðarlausum og meiddum órangútönum er hjálpað. Þú getur fengið að heimsækja friðlandið og kynnst þessum "villtu mönnum" Borneo.
Turtle Island er þekkt fyrir grænar skjaldbökur sem verpa eggjum á ströndum eyjarinnar. Ef þú ert þar á réttum árstíma geturðu séð nýfæddar skjaldbökur flýta sér í fyrsta skiptið út í sjó - dásamleg sjón!
Sarawak
Sarawak er syðst í Malasíska hluta Borneo og er það svæði í Malasíu sem fæstir heimsækja. Kuching er þó ein skemmtilegasta og fallegasta borg Borneo. Hún er gamaldags og nútímaleg á sama tíma. Þar finnur þú fallega árbakka, almenningsgarða og litríka markaði. Nálægt borginni er Gunung Mulu National Park, stórir hellar og svæði sem kallast Garden of Eden. Ef þú ferðast lengra upp meðfram ánni geturðu hitt frumbyggja og komist í ósnorta frumskóga.
Hjarta Borneo er hinn iðagræni regnskógur Kinabatangan. Hér getur þú kynnst lífinu í hefðbundnu Malay þorpi og séð villt dýralíf, t.d. fíla og krókódíla.
Ef þú vilt slappa af geturðu baðað þig í náttúrulegu laugunum í Poring.
Samgöngur á Borneo
Það er hægt að finna flug til Kota Kinabalu frá nokkrum stórborgum innan Asíu en einnig er hægt að fljúga innanlands. Hægt er að notast við lest, rútur, leigubíla og báta til þess að komast á milli staða.
Hafðu samband við ferðasérfræðinga okkar og þeir hjálpa þér að finna ferðir til Borneo.