Mongólía er rúmlega þrisvar sinnum stærri en Svíþjóð og þar búa um ca 3 milljónir íbúa.. Saga landsins er mikil og spennandi því eitt sinn var Mongólía stærsta land í heimi, en þá náði það frá Eystrasalti og Kyrrahafinu alla leið að Persaflóa. Í gegnum árin hefur mongólska keisaraveldinu verið skipt niður í minni hluta. Einstök náttúrufegurð, áhugaverð saga, vingjarnlegt fólkið og spennandi hefðir gera ferðir til Mongólíu að ógleymanlegu ævintýri!
Hvað er hægt að gera í Mongolíu?
Nadaam hátíðin er stærsti og skemmtilegasti árlegi viðburðurinn í Mongólíu, en hátíðarhöldin standa yfir í þrjá daga í júlí. Saga hátíðarinnar nær aftur til tíma Genghis Khan og nú til dags er keppt í glímu, bogfimi og kappreiðum. Á litríkri opnunarhátíðinni koma knapar inn á svæðið og bera níu hvíta uxahala Genghis Kahn. Hátíðinni er fagnað um allt landið en stærstu hátíðarhöldin eru í Ulaanbataar, höfuðborg Mongolíu.
Í Ulaanbataar mælum við með að þú kíkir á Þjóðminjasafnið því þar er gríðarstórt safn af uppstoppuðum dýrum og risaeðlubeinagrindum sem hafa fundist í Góbí eyðimörkinni. Annar staður sem þú ættir að kanna er Grandan Khiid, stærsta búddaklaustur borgarinnar. Í borginni eru margir veitinga- og gististaðir sem bjóða góð verð. Mongólsk matargerð samanstendur aðallega af nautakjöti og lambakjöti og réttirnir eru virkilega bragðgóðir.
Eitt af því sem heillar mest við að fara til Mongólíu er að þú upplifir eitthvað alveg nýtt og einstakt. Þegar þú heimsækir svona framandi stað mælum við með að þú nýtir tækifærið til hins ýtrasta og upplifir ógleymanlegar stundir! Þú gætir t.d. prófa að lifa eins og hirðingjarnir á sléttunum, langt í burtu frá hversdagslegu amstri, áhyggjum og ábyrgð.
Þú getur lifað á meðal hirðingja í Tereji þjóðgarðinum sem er staðsettur í Gorkhji, um 8 km frá höfuðborginni Ulaanbataar. Hægt er að eyða nóttinni í „Ger-tent“, þar sem þú getur slakað á og fundið frið í dásamlega friðsælu Mongólíuandrúmslofti. Þar geturðu einnig prófað klettaklifur, rafting, hestaferðir, gönguferðir og fáðu þér svo sundsprett í ísköldum vötnum.
Stórbrotin náttúra Mongólíu
Landinu má skipta í tvö aðalsvæði. Annað þeirra er norðvestur-hluti landsins en þar eru fjallgarðar sem ná allt að 4.000 m hæð yfir sjávarmál, langar breiðar ár og falleg stöðuvötn með saltvatni. Stærsti fjallgarðurinn er Altai Mountains sem eru líka kölluð „Gullfjöllin”. Þetta er jöklasvæði þar sem árnar Irtysh, Ob og Yenisei byrja.
Svæðið til suðurs samanstendur af grýttum öræfum og mýrlendi. Þar er líka ein stærsta eyðimörk í heimi, Góbí eyðimörkin.
Endalaus eyðimörk
Ein af stærstu eyðimörkum í heimi nær frá Suður-Mongólíu til Norður-Kína og heitir Góbíeyðimörkin. Úr eyðimörkunni getur þú séð háa snævi þakta tinda sem er heldur betur undarleg sjón þegar maður er staddur í eyðimörk!
Sandstormar eru hversdagslegir hér. Í fjöllunum búa snæpardusar, ein af stærstu kattartegundum heims og ef þú ert alveg fáránlega heppinn muntu sjá slíka skepnu, en líklegast ekki...
Að ferðast til og um Mongólíu
Vertu viðbúin! Vegakerfið þar er ekki frábært, í raun er það alveg skelfilegt!
Einfaldasta leiðin til að komast til Mongólíu er með flugi eða með Síberíuhraðlestinni sem fer í gegnum landið. Lestaferðin er án skemmtilegri kostur!
Mongólía er land sem einkennist af öfgum. Dæmi um þetta er veðurfar, en sumrin eru stutt og heit og hitastigið fer upp í 40°C á meðan veturnir eru langir og kaldir og hitinn fer allt niður í -30°C!