Myanmar er staðsett í Suðaustur-Asíu og á landamæri að Tælandi, Kína, Laos, Indlandi og Bangladesh. Nokkuð stutt er síðan þetta fallega land varð aðgengilegt ferðamönnum og því líklegt að á næstunni muni miklar breytingar eiga sér stað vegna utanaðkomandi áhrifa. Það er um að gera að kynnast þessu magnaða landi með ótrúlega sögu. Ekki hika lengur og bókaðu þitt flug til Mayanmar (Búrma)!
Sagan - Aung San Suu Kyi
Myanmar var áður bresk nýlenda en landið hlaut sjálfstæði árið 1948. Frelsið stóð þó stutt! Árið 1962 réðst herinn, undir stjórn Ne Win, til atlögu gegn ríkisstjórninni og settist í valdastólinn og var það ekki fyrr en árið 1990 að haldnar voru lýðræðislegar kosningar á ný. Í þeim kosningum hlaut lýðræðishlynnti flokkurinn NLD (National League for Democracy), undir forystu Aung San Suu Kyi, yfirburða sigur, eða 80% atkvæða. Sigurinn var hins vegar ekki viðurkenndur af þáverandi herforingjastjórn sem neitaði að afsala vald sitt og var Aung San Suu Kyi sett í stofufangelsi þar sem henni var haldið meira og minna þar til nýlega.
Hvað á ég að borða í Myanmar?
Grunnurinn í flestum réttum landsins eru hrísgrjón, en þar er líka borðað mikið af brauði og núðlum. Diskarnir eru oft hlaðnir rækjum, fisk, svínakjöti eða lambakjöti. Mundu eftir því að smakka "Mohinga", bragðgóð fiskisúpa með núðlum, sem er af mörgum álitinn þjóðarréttur Myanmar.
Hvenær er best að heimsækja Myanmar?
Veðrið í Myanmar einkennist af hita og raka, en meðalhitastig yfir árið er rúmlega 30°C. Besti tíminn til þess að heimsækja landið yfir þurrkatímabili; frá október til og með febrúar. Það rignir mest í júní, júlí og ágúst en rétt eftir að regntímabilinu lýkur í október eru hrísgrjónaakrar landsins skærgrænir og líkjast grænum teppum.
Peningar
Í dag finnur þú hraðbanka víða um Myanmar og því engin þörf á því að ferðast með fullt af pening. Athugaðu þó að sumir hraðbankar taka ekki erlend kort og er því alltaf gott að vera með smá auka pening og spyrjast fyrir um aðstæður áður en þú ferðast til minni bæja.
Aðstæður í Myanmar eru sífellt að breytast svo skoðaðu vel nýjustu ferðaráðin áður en þú leggur af stað.