Suður-Kórea er frábær áfangastaður fyrir heimsreisur. Þú getur heimsótt landamæri Suður- og Norður-Kóreu, skoðað falleg hof, upplifað litríkar hefðir, borðað æðislegan mat og séð fjölbreytt landslag. Slappaðu af á ströndum Cheongsando eða Udo, farðu á skíði í fjalllendi Suður-Kóreu eða dýfðu þér ofan í eina af heitu uppsprettum landsins. KILROY hjálpar þér að skipuleggja ógleymanlega ferð um þennan ósnerta hluta Asíu.
Hvað á að gera í Suður-Kóreu?
Suður-Kórea hefur upp á margt fleira að bjóða en Youtube-æðið Gangnam Style. Landið býr yfir langri sögu og heillandi menningu, en á sama tíma er þetta eitt nútímalegasta land í heimi. Höfuðborgin, Seoul, er ein stærsta borg í heimi og þar finnur þú ótrúlega blöndu nútímalegra háhýsa og fornra hofa. Listi ólíkra menningarbrota (subcultures) í borginni er nánast endalaus og þú færð fjölda tækifæra til þess að dansa við K-pop og missa þig yfir tölvuleikjum sem er vinsælasta afþreying Suður-Kóreu!
Ef þú vilt flýja stórborgina skaltu ferðast um sveitarnar og sjá magnað landslag, þjóðgarða og sögufræg kennileiti. Finndu fallegar strandir, náttúrulegar laugar, farðu á skíði, kafaðu eða lærðu eina af bardagalistum Suður-Kóreu.
Gönguferðir, þjóðgarðar og strendur Suður-Kóreu
Stór hluti af meginlandi Suður-Kóreu er þakinn fjöllum, hæðum og þjóðgörðum. Meðfram strandlengjunni er svo fjöldi fallegra eyja. Þú mátt ekki missa af Jeju Island!
Finndu leyndardómsfulla skóga, stóra fossa, fjöll, ár, hvítar strandir og forn hof í Soraksan Þjóðgarðinum á austurströndinni. Við mælum einnig með að heimsækja Hallyo Haesang þjóðgarðinn sem einkennist af mikilfenglegri strandlengju og kristaltæru vatni sem umlykur fjölda lítilla eyja. Í þjóðgarðinum er einnig mikið af óvenjulegum dýrum og gróðurlendi. Ef þú vilt upplifa framandi menningu skaltu stoppa í Popchusa (í Songnisan National Park); eitt af stærstu og áhugaverðustu hofa svæðum Suður-Kóreu.
Strendurnar á norð-austur ströndinni í kringum Samch'ok eru ótrúlega fallegar. Sumar þeirra eru steinastrendur en aðrar eru þaktar hvítum sandi. Á þessu svæði finnur þú líka frábæra veitingastaði sem sérhæfa sig í sjávarréttum.
Matarmenningin í Suður Kóreu
Þú hefur hugsanlega heyrt um Kimchi; grænmeti (oft hvítkál) í bragðmikilli blöndu af gerjuðu chilli, hvítlauk, engifer. Við mælum með að þú prófir það, það er ástæða fyrir því að þetta er vinsælt út um allan heim! Suður-Kórea er þekkt fyrir góðan mat, litríka og spennandi rétti og ævafornar uppskriftir sem hafa lítið breyst á síðustu nokkur hundruð árum. Svo verður þú að prófa Korean BBQ, það er algjör snilld!
Er auðvelt að ferðast um Suður-Kóreu?
Það er mjög auðvelt að ferðast um Suður-Kóreu! Samgöngukerfið er mjög þróað. Ef þú vilt ferðast á milli stórborga getur þú flogið, tekið rútu eða lest. Best er að ferðast um Seoul með neðanjarðarlestunum.