Afslappað andrúmsloftið er ástæðan fyrir að Hua Hin er vinsæll áfangastaður meðal innlendra og erlendra ferðamanna, sem og bakpokaferðalanga alls staðar að úr hieminum.
Ein elsta ferðamannaparadís Tælands
Hua Hin var ein fyrsta strandparadís Tælands þegar hún opnaði árið 1911. Staðurinn varð svo vinsæll að Rama 7. konungur Tælands byggði sér sumarbústað þar 1926, sem er enn í eigu Taílensku konungsfjölskyldunnar.
Árið 1922 var fyrsti golfvöllur borgarinnar byggður, og í dag er hann ein aðal dægradvöl bæjarins. Það er líka vinsælt að fara á bak smáhestum, sem og að njóta lífsins á ströndinni. Suður af helstu strönd Hua Hin er Khao Takiap fjallið sem er þakið litlum ölturum. Taktu þér líka tíma til að heimsækja Wat Khao, en þar er 20 metra hátt Búddalíkneski.
Matur í Hua Hin
Það er fullt af frábærum veitingastöðum í Hua Hin en við mælum sérstaklega með fersku sjávarréttunum!
Að versla í Hua Hin
Það er fullt af tækifærum til að versla í Hua Hin en ein af sérgreinum Hua Hin eru fægðar skeljar. Til viðbótar við venjulegar minjagripabúðir eru þar mikið af fatabúðum, leðurvörum og handverki.
Veðurfar í Hua Hin
Í Hua Hin er hitabeltisloftslag, meðalhiti á daginn eru 33 gráður og mikill raki. Það er best að heimsækja Hua Hin frá desember til mars, en frá maí og fram í október er rigningatímabilið.