Koh Chang er þriðja stærsta eyja Tælands. Eyjan er þjóðgarður, sem þýðir að 75% hennar er þakin frumskógi og hýsir hún fjöldann allan af mismunandi dýralífi. Ekki missa af því að fara í ævintýralega frumskógargöngu!
Hvað á ég að gera á Koh Chang?
Koh Chang er aðallega staður til að slappa af á ströndinni. Vinsælasta ströndin er White Sand Beach en þar finnur þú einnig mikið úrval skemmtunar, veitingastaða og verslana.
Ef þú ert hins vegar að leita þér að ró og næði, þá ættir þú að skoða „Einmannalegu ströndina‟ eða „Lonely Beach ‟, á suðvesturhluta eyjunnar. Auðveldasta og einfaldasta leiðin þangað er á skellinöðru. Það er frekar ódýrt að leigja þær en mundu eftir því að tryggja þig!
Einnig eru frábær skiliyrði fyrir kafara og snorklara á Koh Chang!