Í Víetnamstríðinu varð Pattaya vinsæll ferðamannastaður og er nú orðin óvenjuleg blanda af Go-go börum, golfvöllum, veitingastöðum og auðvitað ströndum, sem bjóða upp á einhver bestu tækifæri Tælands til að stunda íþróttir og skemmta sér í og á vatninu.
Hvað er að gera og sjá á Pattaya?
Við mælum með að heimsækja Neðansjávarheimimm (Underwater World) en eins og nafnið gefur til kynna er það risastórt sædýrasafn með heillandi dýrum.
Kíktu líka á Apamiðstöðina (Monkey Center) eða taktu þátt í alþjóðlegu snákasýningunni. Pattaya býður upp á nokkra skemmtigarða og söfn, musteri og risastór Búddalíkneski sem laða að sér marga ferðalanga.
Strendur á Pattaya
Aðalströndin á Pattaya liggur meðfram miðbænum frá norðri til suðurs í næstum 3 kílómetra. Það er staður þar sem mikið gengur á og þar finnur þú marga bari, veitingastaði, verslanir og diskótek meðfram ströndinni. Ströndin er lifandi dag og nótt en ef þig langar í afslappaðri og hljóðlátari strönd er Jomtien ströndin til suðurs yfirleitt fjölskylduvænni.
Matur og drykkur í Pattaya
Það er ótrúlegt úrval veitingastaða á Pattaya! Þú kemst fljótt að því að Pattaya er alþjóðlegur staður með matargerðarlist frá flestum heimsálfum en tælenski maturinn er yfirleitt besti valmöguleikinn.
Að versla á Pattaya
Á Pattaya er frábært að missa sig í að versla. Það eru fleiri en ein verslunarmiðstöð, verslanir og flóamarkaðir. Bíó, kaffihús og veitingastaðir eru aldrei langt frá þegar þú þarft að taka þér pásu.
Loftslag á Pattaya
Á Pattaya er hitabeltisloftslag sem þýðir að annaðhvort er hlýtt og þurrt eða heitt og rakt. Besti tíminn til að heimsækja Pattaya er milli jóla og nýárs.