Koh Phi Phi í Tælandi samanstendur raunar af tveimur eyjum, Koh Phi Phi Don, sem búið er á, og minni eyjunni Koh Phi Phi Lai, sem er eyðieyja, en einnig mikil ferðamannaparadís. Þar var myndin The Beach með Leonardo DiCaprio tekin upp. Það er mikil umferð ferðamanna á Phi Phi Leh, svo það getur verið gott að vakna snemma og leigja eigin bát til að skoða eyjuna áður en það er komið of mikið af fólki.
Koh Phi Phi varð illa úti í flóðbylgjunni sem skall á í desember 2004 og þar dóu þúsundir manna. Frá Koh Phi Phi getur maður horft út yfir eyjarnar um kring og þrátt fyrir ótrúlega fegurð útsýnisins getur maður enn séð leifar af hamförunum sem riðu yfir.
Hvað er hægt að gera á Koh Phi Phi?
Ef þú ert ævintýragjarna týpan er nóg af klifur- og köfunartækifærum hér. Þú getur líka farið í yoga tíma, leigt kajak, farið á seglbretti eða farið í siglingu kringum eyjuna. Þú getur líka bara legið á ströndinni á daginn og djammað á næturnar.
Hvað á að skoða á Koh Phi Phi?
Á Koh Phi Phi Don er útsýnisstaður þar sem hægt er að sjá yfir alla eyjuna. Það er frekar bratt að klifra upp en tekur bara 20-25 mínútur. Ef þú vilt votta fórnarlömbum flóðbylgjunnar 2004 virðingu þína getur þú farið í Tsunami Memorial Garden garðinn.
Ef þú ferð í dagsferð til Koh Phi Phi Leh getur þú heimsótt Phaya Naak hellinn þar sem sjá má forsöguleg málverk. Þú getur séð Maya Bay flóann á Koh Phi Phi Leh, þar sem The Beach var tekin upp.
Veðurfar á Koh Phi Phi
Á Koh Phi Phi er hitabeltisloftslag sem einkennist af mikilum raka. Mest rignir á monsoon tímanum milli maí og október.
Út að borða á Koh Phi Phi
Á Koh Phi Phi er mikið úrval veitingastaða. Þú getur borðar á nýrri heimsálfu á hverjum degi ef þú vilt, en ekki missa af afbragðs Tælensku veitingastöðunum.
Að versla á Koh Phi Phi
Það er hægt að fá hvað sem er á Koh Phi Phi, en vegna þess að það verður að flytja allt inn frá meginlandinu má búast við að margt verði í dýrari kantinum. Þar er líka ýmislegt sem framleitt er á staðnum og ýmiskonar minjagripir.