Taívan er ekki hinn hefðbundni ferðamannastaður en þar finnur þú þó allt það sem ferðamenn sækjast eftir; einstaka náttúru, menningu og mikla gestrisni. Í Taívan getur þú kynnst taóisma, búddisma og öðrum trúarbrögðum, notið frábærra veitinga og verslað nýjustu raftækin á góðu verði.
Frá fjölmennum stórborg yfir í einstaka náttúru
Taívan er eitt af þéttbýlustu löndum heims en þrátt fyrir það munt þú samt geta notið ósnortinnar náttúru þar sem taívanir búa flestir í þéttbýlum borgum. Reimaðu á þig gönguskónna og farðu í ævintýralega ferð um regnskóga, eyðistrendur og fjalllendi Taívans!
Taipei - nútímaleg stórborg
Þessi 300 ára gamla borg hefur nútímalegt yfirbragð en ef þú skoðar betur munt þú finna margar fornar kínverskar hefðir sem mun gera ferð þína mjög áhugaverða. Umferðin, neonljósin og allur mannfjöldinn gefur borginni erilsamt andrúmsloft en inn á milli finnur þú einnig rólegri staði þar sem gaman er að stoppa og njóta mannslífsins. Mundu eftir að stoppa og fá þér xiao chi (snarl). Þegar líða fer á kvöldið og hungrið að segja til sín þá er vert að muna að Tævan er þekkt fyrir einstaka matargerð og á næturmörkuðum borgarinnar færðu besta matinn á besta verðinu. Fáðu þér ferskan fisk á Keelung Miaokou næturmarkaðinum eða tófu á Shilin næturmarkaðinum.
Eftir að einræðisstjórn Kai-Shek féll hafa margar styttur af honum verið fjarlægðar. Hins vegar er Kai-Shek Memorial Hall enn til og þar getur þú lært allt um einræðisherrann ásamt því að fara í gönguferð um fallega garða. Longshan hofið í Taipei ættir þú ekki að missa af! Það er kennileiti á borð við forboðnu borgina í Peking.
Lugang – borg hofa og hefða
Lugang var eitt sinn vel rekin viðskiptamiðstöð sem sést vel á íburðamiklum hofum og gamaldags hefðbundnum byggingum. Þar getur þú einnig notið fallegra garða en mundu eftir að vera í góðum sokkum því þú munt þurfa að fara úr skónum þínum nokkrum sinnum á dag þegar þú heimsækir öll hofin og te húsin.
Austurströndin – Suao Hualien þjóðvegurinn
Tilvalið er að leigja bíl í Taívan og eyða nokkrum dögum í að keyra Suao Hualien þjóðveginn og njóta náttúrufegurðarinnar. Þessi ökuferð tekur þig yfir Klettafjöllin, í gegnum falleg sjávarþorp og framhjá eyðiströndum. Á ferð þinni getur þú stoppað og tjaldað á nokkrum af fallegustu útsýnisstöðum Taívan.
Taroko Gorge – einstakt náttúrusvæði!
Stærsta og þekktasta náttúrusvæði Tævan er Taroko Gorge, staðsett á austurströndinni. Taroko Gorge er 20 kílómetra löng sprunga sem skiptir klettalandslaginu í tvennt. Á milli munt þú finna fallega fossa og róleg þorp. Ljúktu deginum eins og heimamenn gera með því að fara í gott sund við hina fallegu Wenshan hveri.
Hvenær er best að ferðast til Taívans?
Besti tíminn fyrir þig til að heimsækja Taívan er þegar ekki er möguleiki á fellibyl en það tímabil er frá miðjum ágúst og fram í byrjun október.