Búðu þig undir heillandi bútasaumsteppi af mismunandi arkitektúr og áhrifum sem endurspegla sögu Albaníu. Hvort sem þú vilt fara á ströndina á Albönsku Rivíerunni, fara í göngu í Albönsku Ölpunum, river rafting á Valbona ánni, sigla um á Lake Komani eða reyna að spotta erni í Lura þjóðgarðinum eða við Lake Shkodra þá þarftu bara að pæla í að hafa nægan tíma fyrir þetta allt!
Fá fría ráðgjöf
Albanía, sem liggur að Svartfjallalandi, Kosovo, Makedóníu og Grikklandi, er enn óþekkt hjá flestum ferðamönnum en eftir áratuga einangrun frá - með nokkrum undantekningum - umheiminum hefur landið opnast undanfarin ár og orðið einn af mest spennandi óuppgötvaði ferðamannastaður Evrópu.
Hvað er hægt að gera í Albaníu
Í Korçë og Voskopojë í Suðausturhluta Albaníu má sjá kirkjur og klaustur með glæsilegum freskum frá miðöldum, en tyrkneskir Ottómanar hafa einnig sett merki sitt á landið með moskum sem má finna á heimsminjaskrá UNESCO eins og til dæmis Berat og Gjirokastër. Í höfuðborg Albaníu, Tirana, má finna allt þetta og jafnvel þó að þú hafir ekki gaman af sögulegum hlutum þá mun þér ekki leiðast! Í höfuðborginni, sem er í rauninni eina stórborgin í Albaníu, má einnig finna mikið af flottum börum og næturklúbbum ásamt byggingum sem voru mótaðar af sósíalískri hugmyndafræði en þjóna nú öðrum tilgangi. Tiriana er líka staðurinn til að vera á ef þig langar að fara á söfn eða skoða gallerí.
Ég vil vita meira
Verðlag
Það er ódýrara að ferðast um Albaníu en víðast hvar í Evrópu. Þú finnur þó ekki endilega sömu merki þar og þú finnur í flestum helstu bæjum og borgum í Vestur-Evrópu. Þú finnur ekki einu sinni McDonalds þar. Þú finnur hinsvegar skyndibitastað þar sem heitir Kolonat sem notar svipað merki í sömu rauðu og gulu litunum og McDonald's og þar er hægt að fá hamborgara og franskar en einnig spagettí Bolognese og grískt souvlaki.
Samgöngur í Albaníu
Hægt er að ferðast til Albaníu frá nágrannalöndunum með strætó en eina lestartengingin til Podgorica í Svartfjallalandi er aðallega notuð til flutninga. Með ferjum er hægt að fara frá Ítalíu og Grikklandi. Vinsælustu samgöngumátarnir innan Albaníu er strætó, smárútur og leigubílar. Ef þér finnst örlítið erfitt að átta þig á samgöngukerfinu ertu líklega ekki sá eini. Það getur verið mjög freistandi að taka leigubíl og sem betur fer er það, eins og næstum allt annað í Albaníu, ódýrt!
Undir áhrifum Miðjarðarhafsins
Ólífuolía, grænmeti, fiskur, filo sætabrauð og grillað kjöt er frábær blanda af Miðjarðarhafsmatergerð og hefðbundinni Albanskri matargerð. Í strandbæjunum við Adríahaf muntu sjá rækjur og krækling á matseðlinum, vatnakarfi og silungar eru vinsælir við vötnin og í öllum minni eða stærri bæjum finnur þú afbrigði af skyndibitum í austurlenskum stíl eins og qofta og byrek. Lambakjöt er einnig mjög vinsælt.
Já og nei
Á flestum stöðum í Evrópu er „já“ venjulega gefið til kynna með því að kinka kolli og „nei“ með því að færa höfuðið lárétt frá hlið til hliðar. Í Albaníu, eins og í sumum öðrum löndum á Balkanskaganum, þýðir þó að hrista höfuðið frá hlið til hliðar með smá hækkun augabrúnanna og litlum smelli með tungunni „nei“. Svo ekki láta það rugla þig!
Fá fría ráðgjöf