Búðu þig undir töfrandi upplifanir í Bosníu og Hersegóvínu! Sjáðu þetta fyrir þér: þú ert um borð í skröltandi strætisvagni og blanda af ljóðríkum ástarsöngvum, þjóðlagatónlist og tæknibítum er blandað saman óaðfinnanlega á útvarpsstöðinni í bílnum sem skapar áhugaverða stemmingu fyrir ferðalag þitt. Þegar þú keyrir framhjá litlum þorpum sérðu menn klædda í jakkaföt, reykjandi sígarettur og sötrandi á kaffi eins og þeir hafi allan tímann í heiminum. En það er ekki allt í "slow motion" í Bosníu og Hersegóvínu, það sérðu þegar þú ferð inn á eitt af veitingahús við veginn þar sem vörubifreiðastjórar borða steikt lamb ásamt öðru fólki á ferðinni. Ekki amalegt! Bosnía og Hersegóvína er fallegt hjartalaga land á Balkanskaganum, umkringt Króatíu til norðurs og vesturs, Serbíu til austurs og Svartfjallalandi til suðausturs - stútfullt af glæsilegum og spennandi stöðum sem þú getur skoðað á ferðalagi þínu!
Fá fría ferðaráðgjöf
Fullkomið umhverfi Bosníu og Hersegóvínu
Bosnía og Hersegóvína er land sem er gróið með fjalllendi og vötnum og ám sem eru fullkomnar fyrir veiði, river rafting og kajakferðir. Með öllum þeim möguleikum sem landið hefur upp á að bjóða fyrir ævintýragjarna er Bosnía og Hersegóvína ekki þekkt fyrir að vera sumarleyfisstaður. Hins vegar er hægt að finna um 20 km langa strandlengju hjá bænum Neum sem er ekki langt frá Dubrovnik í Króatíu til suðurs, svo taktu með þér sundfötin þín og vertu tilbúin/n að skella þér í sólbað - í Bosníu og Hersegóvínu er allt mögulegt.
Fyrir utan hina glæsilegu náttúru Bosníu og Herzegóvínu ættirðu líka að taka frá tíma til að skoða heillandi miðaldaþorp eins og Blagaj og Jajce. Í meira en 400 ár var Bosnía og Hersegóvína mikilvægur hluti keisaradæmis Ottómana og með sínum bænaturnum, iðandi basaarsvæðum og austurlensku kaffi og te er auðvelt að sjá - og smakka - tyrknesku áhrifin.
Ég vil vita meira
Banja luka
Í Banja Luka munt þú dást að töfrandi arkitektúr sem er undir áhrifum frá Austurríkismönnum og Ungverjum, sem einnig hafa haft sitt að segja í sögu Bosníu og Hersegóvínu. Fyrir utan arkitektúrinn er Banja Luka staðurinn til að fara í river rafting á Vrbas-árinnar og stíga síðan upp á þurra landið til að hitta heimamenn í góðum bakaríum þar sem þú getur keypt dýrindis kökur allan sólarhringinn.
Það er fólkið sem gerir landið
Þrátt fyrir erfiða sögu, langan bataveg og endurbyggingu sérðu að íbúar Bosníu og Hersegóvínu hafa góða kímnigáfu og óumdeilanlega vilja til að láta hlutina virka - þetta kemur sér vel þegar óvænt atvik krydda upp á ferðaplönin þín!
Þú gætir þekkt Bosníu og Hersegóvínu frá sögutímum um stríð í Bosníu í byrjun níunda áratugarins en landið hefur svo margt annað að bjóða en bara ógeðfelld stríðssögu. Jú, á margan hátt hefur þjóðarmorð og þjóðernisspenna áhrif á landið enn þann dag í dag, en það er blandan af trúarbrögðum og hefðum sem mynda landið og gerir það einnig að áhugaverðum og litríkum áfangastað fyrir ferðalanga.
Samgöngur í Bosníu og Hersegóvínu
Hoppaðu í strætó og nýttu þér tiltölulega umfangsmikið strætókerfi, en ekki missa af nokkrum fallegum lestarferðum heldur. Ef þú ert elskar frábært útsýni eins og við þá ættir þú að prófa lestarferðina frá Sarajevo til Mostar.
Það er öruggt og skemmtilegt að ferðast um Bosníu og Hersegóvínu en þrátt fyrir það er ennþá að finna ákveðin landsvæði þar sem er að finna jarðsprengjur svo taktu viðvörunarskiltunum alvarlega.
Ég vil vita meira
Ekki sleppa því að gera þetta..
Bosnía og Hersegóvína er glæsilegt leiksvæði fyrir náttúruunnendur! Skoðaðu fallega Kravica-fossana sem er verðugur keppinautur fyrir argentínsku Iguazu-fossana! Eða farðu í göngutúr um gömlu bobsleigh brautina frá Ólympíuleikunum í Sarajevo 1984 og dástu að hvernig náttúran og veggjakrotið er að taka yfir þessa gríðarlegu byggingu. Vertu bara meðvitaður um skiltin og fylgdu merktum stígum.
Fá fría ráðgjöf