Sjáðu þetta fyrir þér! Skemmtileg blanda af þjóðlagatónlist, teknótónlist og tónlist með austurlensku ívafi fyllir loftið. Kvöldferð í Serbíu getur verið allt önnur upplifun en þú ert vanur/vön, en í stærri borgum landsins eins og Belgrad og Novi Sad finnur þú framsækna bari og klúbba sem eru innblásnir af flottustu stöðunum í stærstu stórborgum heimsins.
Fá fría ferðaráðgjöf
Hið blómlega og ódýra næturlíf er einn af sölupunktum Belgrad en við mælum með að þú kíkir til Beton hala við Savamala vatnsbakkann þar sem á undanförnum árum hefur gömlum vöruhúsum verið breytt í skemmtileg kaffihús, bari og veitingastaði. Til að fá meiri mið-evrópska tilfinningu ættirðu að fara til Novi Sad sem er í um klukkustundar akstursfjarlægð norður af Belgrad, þar sem fallegar byggingar og kaffihús bera vitni um Habsburg fortíðina.
Fjöll hæðir og þjóðgarðar
Á blómaskeiði júgóslavneskrar ferðaþjónustu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar gleymdist Serbía að mestu hjá ferðalöngum sem fóru frekar til strandsvæða Króatíu og Svartfjallalands eða heimsóttu Alpana í Slóveníu. Átök og stríð við nágrannalýðveldin höfðu gefið Serbíu slæmt orðspor. En undir yfirborðinu er Serbía miklu meira en macho menning og fyrrum órói. Þegar þú byrjar að kanna Serbíu kemur í ljós land með fagrar sveitir með fallegum fjöllum, hæðum, hólum, gljúfrum og árdölum. Þjóðgarðar eins og Fruška Gora í norðri og Mount Tara í vestri eru fullkomnir ef þú vilt kanna landið með því að skella þér í göngu eða hjólaferð, á meðan Kopaonik og Zlatibor þjóðgarðarnir eru fullkomnir fyrir skíðafólk á veturna.
Ég vil vita meira
Rík saga
Jafnvel þótt þú sért ekki sögunördi er erfitt að taka ekki eftir sögu Serbíu allt frá hernámi Rómverja, Ottómanastjórnar miðalda og kommúnismann eftir stríð, en allt þetta sést vel á innviðum, byggingum og minjum landsins. Til dæmis, í höfuðborginni Belgrad mun Kalemegdan-virkið varla fara framhjá þér en þar getur þú séð ummerki frá öllum þessum ólíku tímabilum.
Samgöngur í Serbíu
Það er frekar auðvelt að komast um Serbíu en þú finnur strætóleiðir á milli flestra bæja og jafnvel afskekktra hluta Serbíu. Sumar lestarferðir eru þó alveg þess virði að taka frekar, til dæmis fallega rússíbanalega leiðin frá Belgrad og suður, alla leiðina til Bar í Svartfjallalandi. Það er ferð sem þú munt aldrei gleyma!
Ég vil vita meira
Heillandi matargerð
Langt tímabil tyrknesku stjórnarinnar hefur sett mark sitt á matinn í Serbíu og þá sérstaklega þegar kemur að fjölbreyttu grilluðu kjöti. Þú finnur smásala selja kryddað kebaba (ćevapčići) á hverju horni! Annar vinsæll réttur er pljeskavica, krydduð kjötblanda af svínakjöti, nautakjöti og lambakjöti sem er einnig vinsæll í sumum hlutum Svartfjallalands og Bosníu og Hersegóvínu. Ef þú ert grænmetisæta gætirðu fundið fyrir því að það er erfiðara að fást við serbneska mataræðið, en ekki hafa áhyggjur, þú munt geta fengið ferskt grænmeti, líka þegar þú ferð út að borða.
Tónlistin er í loftinu
Ef þú elskar tónlist er ekki slæmt að fara til Serbíu á sumrin. EXIT er margverðlaunuð tónlistarhátíð sem fer fram í stórbrotna Petrovaradin virkinu í Novi Sad í júlí með yfir 40 sviðum og hátíðarsvæðum. Fyrir einstakari upplifun getur þú kíkt á lúðrasveitahátíðina Guca þar sem miklu magni af bjór og plómu koníaki er skolað niður á sama tíma og Roma flytjendur spila. Tónleikar lúðrasveitarinnar urðu vinsælir fyrir utan Serbíu vegna kvikmyndanna Underground og Time of the Gypsies eftir serbneska leikstjórans Emir Kusturica.
Ég vil vita meira
Ekki láta framhjá þér fara að...
- Smakka Šljivovica plómu koníakið
- Sjá Kalemegdan virkið
- Fara í göngu í Mount Tara
- Upplifa Guca hátíðina