Slóvenía er landið fyrir þá sem elska útivist og fjörug ferðalög. Landið skartar stórkostlegum landslögum og Slóvenar nýta sér það svo sannarlega! Um helgar sérð þú verkafólk og handverksmenn skella sér í íþróttafötin og demba sér í náttúruna. Svo ef þú ert á leiðinni í ferð til Slóveníu þá skaltu ekki gleyma gönguskónum þínum. Góð leið til að byrja ferðalagið er að ganga upp Mount Triglav (2864 metrar á hæð) þar sem allir sannir Slóvenar eru sagðir ganga upp fjallið allavega einu sinni á ævinni.
Fá fría ráðgjöf um ferðir til Slóveníu
Ævintýri í náttúrunni í Slóveníu
Ef þú leggur leið þína í Triglav þjóðgarðinn og Soča dalinn þegar þú ferð til Slóveníu skaltu undirbúa þig fyrir ferðalag fullt af adrenalíni sem fær blóðið þitt svo sannarlega til að renna! Í Soča dalnum er að finna Soča ánna sem rennur í gegnum ótrúlega fallegt landslag en ekki láta fallegt umhverfi blekkja þig, áin er mikið meira en bara falleg. Hér getur þú skellt þér á kajak eða í river rafting með öðrum adrenalínsjúklingum. Ef þú vilt síðan sjá dalinn almennilega frá lofti getur þú skellt þér í zipline á tveimur stöðum en svo skemmtilega vill til að línurnar eru með þeim stærstu í Evrópu.
Í Slóveníu er einnig að finna fullkomnar aðstæður fyrir hjólaferðir. Skoraðu því á sjálfa/n þig og prófaðu vinsælar og kröfuharðar hjólaleiðir eins og Vrsic pass á Kranjska Gora skíðasvæðinu og Mangart Mountain í Julian Ölpunum. Ef þú átt leið norðaustur þá finnur þú þar Mariborsko Pohorje nálægt Austurríki sem á einnig heima á listanum yfir frábæra hjólastaði. Þegar þú þarft síðan að taka þér pásu og slaka á þá bíður þín Štajerska svæðið þar sem þú getur valið um fjölda flottra heilsulinda.
Heillandi andstæður
Slóvenía er kannski minnsti EU meðlimurinn en þar sem vantar upp á stærðina gerir landið það svo sannarleag upp með fjölbreyttum ævintýrum. Þú getur upplifað mismunandi loftslag með því að skella þér á skíði á morgnana og síðan skipt um gír og slappað af á ströndinni seinni partinn.
En passaðu þig samt þegar þú kemur til Slóveníu - þú gætir fengið hálsríg á því að horfa stanslaust upp á fallega fjallgarða. Þá er sniðugt að horfa líka niður þar sem þú getur farið og skoðað marga hella á Karst hálendinu á milli Feneyja og höfuðborgarinnar Ljubljana. Þar máttu ekki láta Skocjan Caves framhjá þér fara. Þar er að sjá ár neðanjarðar og magnaðar jarðmyndanir sem eru eins og klipptar úr sci-fi bíómynd, enda veittu þær Jules Vernes innblástur þegar hann skrifaði söguna Journey to the Center of the Earth.
Ég vil vita meira
Maturinn
Slóvenía er staðsett á milli Alpanna og Miðjarðarhafsins svo landið er undir mörgum mismunandi áhrifum þegar kemur að matargerð. Í norðri og austri er að finna mat undir austurrískum áhrifum eins og pylsur, schnitzel, súrkál og strudels. Í Prekmurje, við hlið Ungverjalands, er að finna mikið um bograč - slóvenskt gúllas sem heitir í höfuðið á leirskálinni sem það er borið fram í. Á strandlengjunni er síðan að finna mikið um sjávarfæði eins og skelfisk. Þar getur þú einnig fundið ítalska matargerð eins og ravioli, gnocchi, risotto og local pastað fuži. Ef þú vilt síðan sjá hvar hráefnin eru framleitt þá getur þú farið og heimsótt strandbæi eins og Piran og Portoroz þar sem þú getur farið og leitað að truflum eða kíkt í heimsókn til lífrænnu bóndabýlanna þar
Ásamt öllu þessu er Slóvenía líka heimili virkilega góðra vína! Nokkrir framleiðendur í Slóveníu hafa farið í útrás svo slóvenskt vín er ekki lengur vel farið leyndarmál en ekki láta það stoppa þig.
Júgó-nostalgía
Þegar þú ferðast um Slóveníu munt þú eflaust koma auga á myndir af Tito, rauðar stjörnur á bolum og minjagripi um fyrrum Júgóslavíu. Slóvenía hefur sinn skammt af Júgó-nostalgíu þar sem sumt fólk upphefur gamla kommúnistatíð.
Slóvenía er þrátt fyrir það framsækið Balkanland en það er eitt af fyrrum Jógóslavíuríkjum sem stendur hvað best efnahagslega. Ef þú berð landið saman við önnur lönd eins og Króatíu, Bosníu og Herzegovina þá kom Slóvenía betur út úr stríðinu. Hins vegar hefur breytingin á efnahagskerfinu ekki gengið smurt fyrir sig.
Gerðu það mesta úr ferð þinni til Slóveníu
Almenningssamgöngur eru nokkuð góðar í Slóveníu svo það er auðvelt að ferðast um í strætó og við mælum með að þú ferðist sem mest um landið, og þá einnig til staðanna sem þú getur ekki borið fram! Hægt er að taka lest frá Maribor og Ljubljana og þaðan er einnig fljótlegt að ferðast til nágrannaborga í öðrum löndum eins og Vienna og Zagreb.
Fá fría ráðgjöf