Ef þú ert að skipuleggja ferð til Alaska skaltu tryggja að þú fáir sem mest út úr ferðalaginu, þar sem flestir heimsækja ríkið bara einu sinni. Glitrandi jöklar, snævi þaktir tindar, ár uppfullar af stórum laxi, fallegir firðir, gljúfur og frægir þjóðgarðar. Ef að heppnin er með þér muntu líka sjá stóran brúnan björn í miðri náttúrufegurðinni. Alaska er einnig frábær áfangastaður fyrir spennufíkla, en þar er tilvalið að klifra, veiða, fara í ísklifur, á kajak og fleira. Það er svo ótalmargt að sjá og upplifa!
Hvað á að gera í Alaska?
Anchorage er stærsta borg Alaska með 200.000 íbúa og hér stíga margir ferðamenn sín fyrstu skref í Alaska. Frá Anchorage er svo auðvelt að komast út í fallega náttúruna. Stóran hluta ársins er kuldi og myrkur allsráðandi. Á hápunkti vetursins er myrkur 24 klst á sólarhring, en á sumrin er dagsbirta 24 klst á dag. Það má segja að Alaska sé ýktari útgáfa af Íslandi!
Anchorage er helsta höfn Alaska fyrir bæði ferðamenn og viðskipti. Þangað koma daglega bátar yfirfullir af bragðbestu kröbbum heims. Þú verður að prófa "King Crab Legs" á einum af frábæru veitingastöðum borgarinnar.
Sérstaða Alaska felst fyrst og fremst í þjóðgörðum ríkisins og töfrandi landslagi þess. Ferð til Alaska er ekki fullkomnuð fyrr en þú hefur heimsótt a.m.k. einn þjóðgarð. Við mælum með gönguferð í hinum villta Wrangell-St. Elias National Park og ísklifri á Kennicott jökli þar sem þú ert látinn síga niður á milli klakastykkjanna (ekki fyrir viðkvæma!), færð klifurmannbrodda og klifuraxir og síðan klifrar þú upp lóðréttann ísvegginn. Svo sannarlega einstök upplifun!
Í Alaska finnur þú hæsta fjall Norður-Ameríku, Mount McKinley, sem er hluti af hinum fræga fjallgarði Rocky Mountains og er staðsett í Denali National Park. Þar sem og á fleiri stöðum í Alaska gætir þú orðið heppinn og séð elg eða fjallageitur. Með mikilli hepni gætirðu rekist á stóran björn, en grábirnir eru á meðal mest heillandi íbúum svæðisins. Á þessum slóðum getur þú einnig farið á kajak, fjallahjól og fleira spennandi.
Juneau er í suðurhluta Alaska, nálægt kanadíska ríkinu British Columbia. Þrátt fyrir að vera höfuðborgin búa þar einungis 30.000 íbúar. Borgin er gamall gullnámubær og þar hefur stíll Villta Vestursins fengið að halda sín. Það er þó ekki bara borgin sjálf sem fær þig til þess að vilja hafa myndavélina á lofti, nágrenni hennar er stórkostlegt. Juneau liggur við Gastineau Channel og er umkringd háum, snæviþöktum fjöllum. Á sumrin lifnar borgin við þegar fjölmenn skemmtiferðaskip og aðrir bátar fylla höfnina og fjöldi hátíða og menningarviðburða setja svip sinn á borgina. Hafðu þó í huga að Juneau er nokkuð einangruð frá öðrum hlutum Alaska og þú þarft að ferðast með flugvél eða ferju til þess að heimsækja borgina, en það er að okkar mati þess virði!
Að ferðast til og um Alaska
Járnbrautir í Alaska eru mjög góðar og klárlega besta leiðin til þess að koma sér á milli staða, en á sama tíma færðu að njóta þess að horfa á stórbrotið landslagið á leiðinni. Það fara einnig rútur meðfram Seward Highway, en þær ganga ekki á veturna. Annar valkostur er að leigja bíl eða húsbíl.
Í Anchorage er alþjóðaflugvöllurinn sem tengir Alaska við restina af heiminum og þaðan er hægt að finna mörg flug til helstu borga Bandaríkjanna sem og annarra landa. Ekki hika við að hafa samband, Við getum hjálpað þér að finna ferðir og flug til Alaska!