{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.
chile-girl-wind-hair-embalse-el-yeso-cover
chile-guanacos-mountain-torres del paine-sidebar

Ferð til Chile

Landamæri Chile liggja að Perú, Bólivíu og Argentínu sem þýðir að héðan er gott að ferðast milli landa. Chile nær 4300 km frá Perú til Magellan sundsins. Landafræði Chile er óvenjuleg; eintómt haf öðrum megin og næstum eintóm Andes fjöllin hinumegin. Það má því segja að þar er nánast allt fyrir útivistar- og náttúruunnendur. Magnaðir þjóðgarðar með frábærum gönguslóðum, siglingar að páskaeyjunni eða Suðurskautslandinu, sörf og svo ótalmargt fleira. 

Fá fría ráðgjöf

Hvað á að gera og sjá í Chile?

Santiago, höfuðborg Chile, er nútíma stórborg og efnahagur hennar fer ört vaxandi. Skýjakljúfarnir og líflegt götulíf mynda sterka andstæðu við t.d. La Paz. 

Vinsælasti staðurinn fyrir bakpokaferðamenn er líklega Parque Nacional Torres del Paine þjóðgarðurinn. Það eru ekki margir sem hafa tækifæri til að upplifa þennan stað, en þeir sem gera það gleyma því aldrei. Þessi þjóðgarður er paradís fjallgöngufólks! Hann býður upp á fullt af góðum gönguslóðum og tjaldstæðum. Mundu að taka frá nokkra daga fyrir gönguferðir því þú munt eflaust vilja vera hér í einhvern tíma. Vatnasvæðið býður upp á margt sem er athyglisvert að sjá og gera fyrir útivistarfólk. Þú getur gist í Puerto Montt og farið í dagsferðir til Chiloé eyjarinnar, eða heimsótt þjóðgarðana að skoða fossa, vötn og fjöll. Það er fullt að gera! Prófaðu að fiska, farðu í gönguferð um fallegu göngustígana, á hestbak, fjallahjól eða í gljúfraklifur.

Suðlægasta borg Chile er Punta Arenas og hún hefur lengi laðað að rannsóknar- og ferðamenn hvaðanæva að. Þú getur farið í siglingu um suðurskautið alla leið að mörgæsabyggðum við Otway Sound, auk þess sem þú sérð seli, hvali og ótrúlegt útsýni.

San Pedro de Atacama er lítið nýlenduþorp. Þaðan er auðvelt að komast að goshverum, eldfjöllum, saltbreiðum og stöðuvötnum norður Chile. Atacama eyðimörkin er þekkt fyrir að vera þurrasti staður jarðar og fyrir marga er hún eitt aðal aðdráttarafl Chile. Þú getur líka farið í skoðunarferð um hinn afskekkta Valley of Moon (Tungldalinn).Parque Nacional Lauca er risavaxinn þjóðgarður sem er heimili lamadýrahjarða, alpaca og yfir 100 fuglategunda. Lago Chingará er eitt hæst liggjandi stöðuvatna jarðar, við rætur Payachata eldfjallanna. Þú getur líka siglt um Chileönsku firðina á leiðinni frá Puerto Montt til Puerto Natales. Útsýnið mun ekki valda þér vonbrigðum.

Fá meiri upplýsingar

Easter Island (Páskaeyjan) 

3700 km vestur af meginlandi Chile finnur þú meira fyrir pólýnesískum straumum en Chileönskum. Þessar eyjur eru einhverjar þær mest einngruðu í heimi og búa yfir næstum yfirnáttúrulegu andrúmslofti. Uppgötvaðu risastóru og heimsfrægu Moai steinstytturnar.

Vert að vita um Chile 

Innanlands er best að fljúga, því vegalengdirnar í Chile eru svo gríðarlegar. Frá því um miðjan desember fram í miðjan mars er háannatími svo verðlagið er hærra þá.

Fá meiri upplýsingar

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.