Sjálfboðaverkefnin okkar í Namibíu eru nokkuð einstök þar sem þú getur valið um að vinna einungis hjá Wildlife Sanctuary eða sameina vinnuna þar við vinnu hjá rannsóknarstofum sem eru staðsettar víðsvegar um landið, en þær hafa allar mismunandi áherslur. Þessi blanda gefur þér einstakt tækifæri til að sjá fjölbreytt landslag Namibíu, fá góða reynslu og hjálpa til við að verja villt dýralíf Afríku. Þú getur einnig aðstoðað við skólann hjá Wildlife Sanctuary og hjá Lifeline clinic sem styður við San Bushmen.
Ef þig langar að fara í sjálfboðastarf í Namibíu þá skaltu skrifa okkur og við aðstoðum þig við að finna sjálfboðastarfið sem að hentar þér best.
Fá fría ráðgjöf
ATH! Til þess að fara í sjálfboðastarf í Namibíu er nauðsynlegt að hafa working visa. Við getum aðstoðað þig við að sækja um slíkt.