Við bjóðum upp á fjölbreytt sjálfboðastörf tengd samfélagsþjónustu, dýravernd og náttúruvernd. Við höfum valið verkefnin vandlega því við viljum tryggja að sjálfboðaliðar hafi raunveruleg og jákvæð áhrif í þeim samfélögum sem þeir starfa í. Öll verkefnin eru rekin af einstaklingum og grasrótarsamtökum sem hafa byggt þau upp frá grunni og lagt mikla vinnu í að auka starfsemi sína og áhrif.
Eftir því sem verkefnin stækka og þróast er reynt, eftir fremsta megni, að leggja meira af mörkum og veita enn frekari aðstoð hvar sem þörfin er mest. Margar spurningar koma upp hjá þeim sem hafa áhuga á sjálfboðastarfi og höfum við reynt að svara algengustu spurningunum hér.
Fá fría ráðgjöf
Af hverju ætti ég að taka þátt í sjálfboðastarfi?
Það er mjög mikilvægt að átta sig á því að þetta er ekki frí og dagarnir geta verið misjafnir hvað varðar vinnustundir og verkefni, því skipulag er ekki með sama hætti og hér heima. Að taka þátt í sjálfboðastarfi getur verið bæði andlega og líkamlega krefjandi og krefst þroska, sveigjanleika og sjálfstæðis. Það getur verið yfirþyrmandi í fyrstu að laga sig að framandi lifnaðarháttum í erfiðu umhverfi því hlutirnir virka ekki eins og þeir gera heima, þú talar jafnvel ekki tungumálið og fólk bregst ekki við eins og þú átt von á.
Að taka þátt í sjálfboðastarfi krefst einnig ákveðins hugrekkis því þú munt þurfa að horfast í augu við mikla fátækt og erfiðan raunveruleika.
Ég vil vita meira
Hversu löng eru sjálfboðaverkefnin?
Verkefnin geta verið frá 2 vikum og upp í 30 vikur, en við mælum oftast með að dvelja í 4-16 vikur þannig að þú náir virkilega að leggja þitt af mörkum. Þegar unnið er með börnum skiptir máli að geta gefið sér a.m.k. 6-8 vikur því það getur verið erfitt fyrir börnin ef skipt er oft um sjálfboðaliða.
Ég vil vita meira
Hvað er innifalið í sjálfboðstarfi og hvað þarf ég að greiða aukalega?
Gisting er alltaf innifalin. Það er oftast gist í sjálfboðaliðahúsi eða á hosteli í kojum, en stundum er hægt að velja að gista heima hjá fjölskyldu (heimagisting) eða gista í tveggja manna herbergi með öðrum sjálfboðaliða. Stundum er jafnvel mögulegt að borga aðeins meira og fá einkaherbergi.
Það er misjafnt eftir verkefnum hvort að fæða sé innifalin eða aðeins ákveðnar máltíðir. Þetta er alltaf einfaldur matur og þú verður að láta okkur vita fyrirfram ef þú ert með sykursýki eða ofnæmi fyrir einhverjum matvælum.
Flutningur á milli vinnustaðar og gististaðar er í flestum tilfellum innifalinn sem og flutningur frá flugvelli að gististað.
Ég vil vita meira
Ætti ég að færa sjálfboðaverkefninu peninga eða gjafir?
Ef þú vilt gefa eitthvað er alltaf vel þegið að sjálfboðaliðar takið með sér föt, liti, penna eða bækur (á ensku). Við mælum einnig með að fólk bíði með að kaupa gjafir þar til á staðinn er komið. Þú sérð með eigin augum hvað vantar mest þegar þú ert kominn út og svo er oftast ódýrara að kaupa svona hluti á staðnum sjálfum heldur en að kaupa þá hér og ferðast með út.
Ég vil vita meira
Get ég ekki bara ferðast til t.d. Asíu og fundið mér sjálfboðaverkefni sjálf/ur?
Þú getur gert það, en við mælum ekki með því. Í fyrsta lagi er alltaf áhætta að vinna í öðru landi án tilskilinna leyfa og þú getur aldrei verið viss um að fá hjálp skyldi eitthvað koma upp á. Þú getur ekki vitað hvort að verkefnið sem þú ert að vinna að er löglegt og samtökin gætu verið að stinga öllum peningunum í sinn eigin vasa. Ef þú ert óánægður geturðu heldur ekki breytt um verkefni, en þú hefur alltaf þann möguleika ef þú ferð út í gegnum KILROY.
Ég vil vita meira