Surf er ekki bara íþrótt - heldur einnig menning og hugarástand. Sem betur fer þarftu ekki að ferðast hinum megin á hnöttinn til að læra að surfa. Við höfum Portúgal! Lærðu að surfa í surfbúðum í Portúgal eða bættu færni þína til að ná betri tökum á öldunum.
Af hverju að surfa í Portúgal?
Landið er með nokkra bestu surfstaði í Evrópu og surfbúðirnar okkar hafa hæfa kennara, flotta aðstöðu og skemmtilega surfnám, svo þú verður fljótt frábær á brettinu. Þú finnur surfkennslur á öllum stigum og hittir annað ungt fólk frá öllum heimshornum, sem dreymir um að bæta hæfni sína alveg eins og þú. Surfbúðirnar eru nálægt ströndinni og miðbærinn er einnig í göngufæri frá búðunum. Svo þegar þú ert ekki að surfa um öldur Portúgals eru nóg tækifæri til að skoða náttúruna og borða dýrindis mat á veitingastöðum borgarinnar.
Hver getur surfað í Portúgal?
Allir! Sama hvort þú hafir lært að surfa áður eða kannt ekki neitt þá finnur þú í surfbúðunum flotta kennara sem hjálpa þér.
Hvernig er lífið í surfbúðunum?
Æðislegt! Í alvörunni. Surfbúðirnar taka á móti fólki frá öllum heimshornum og það snýst allt um góðan anda og að hafa það gott. Þar eru flottar grillveislur, kaldir bjórar og fín sundlaug til að kæla sig í sólinni.
Hver fer í surfbúðir í Portúgal?
Það eru allt frá vinum, pörum og sóló ferðalöngum sem heimsækja surfbúðirnar í Portúgal. Svo ekki hafa áhyggjur af því ef þú ert að ferðast ein/n, við hjálpum mörgum ferðalöngum sem gera það og þú munt kynnast fólki á ferðalagi þínu fyrr en síðar. Það er einmitt það sem þetta snýst um. Í grundvallaratriðum er lífið hér surf og að eiga góða stund með ungu fólki frá öllum heimshornum.
Fá fría ráðgjöf