Heilinn þinn hefur gott af því að ferðast!
Heimurinn er lokaðu vegna COVID-19 í augnablikinu en við getum ekki beðið eftir því að geta byrjað að ferðast aftur! Við vitum eflaust öll að það að ferðast, upplifa nýja hluti og stækka sjóndeildarhringinn er gott fyrir sálina - og núna styðja vísindin að þau eru góð fyrir heilann! Lestu um 12 ástæður hvernig ferðalög hafa áhrif á heilann þinn og fáðu svo fría ferðaráðgjöf hjá okkur fyrir ferðalagið sem þú vilt fara í þegar heimurinn opnast aftur.
Fá fría ferðaráðgjöf
1. Þú verður meira skapandi
Ef þú hagar þér eins og heimamaður í lengri tíma, mun heilinn þinn sjálfkrafa byrjar að hugsa öðruvísi en hann er vanur. Það opnar fyrir þér nýjar leiðir til að gera hluti. Það hugtak kallast "Cognitive Flexibility" og því meira sveigjanleg/ur sem þú ert því meira skapandi ertu.
2. Traust þitt á öðrum eykst
Þegar þú sérð allt það góða sem heimurinn býr yfir verður heilinn þinn líklegri til að sjá það góða í fólki. Það eykur traust þitt.
3. Þú átt auðveldara með að leysa úr vandamálum
Rannsóknir sýndu fram á að um 20% þeirra sem hafa búið, lært eða ferðast erlendis til lengri tíma voru líklegri til að leysa úr ákveðnu tölvuvandamáli en þeir sem ferðuðust ekki. Þetta er vegna þess að þegar þú upplifir aðra menningarheima, opnar það nýjar leiðir fyrir heilann til að vinna úr hlutunum. Hann uppgötvar að einn hlutur getur haft margar merkingar.
4. Þú verður meira auðmjúk/ur
Þegar þú ferðast sérð þú fullt af yfirþyrmandi hlutum eins og Miklagljúfrið og Iguazu Fossana. Rannsóknir sýna að þess vegna verður ungt fólk sem ferðast auðmýkra en það fólk sem ferðast ekki.
5. Þú verður opnari fyrir nýjum hlutum
Það á ekki bara við þegar þú ert að ferðast heldur einnig þegar þú kemur heim. Þú verður opnari fyrir nýjum hlutum. Afhverju? Vegna þess að þú munt hitta nýtt fólk þegar þú ferðast sem er öðruvísi en það fólk sem þú ert vanur/vön að umgangast. Það fólk hjálpar þér að opna hugann og sjá hluti í öðru ljósi sem mun einnig fylgja þér þegar þú kemur heim.
6. Þú verður skarpari
Rannsóknir sýna að með því að dvelja í náttúrunni eykur það skilningarvit þín sem gerir þig skarpari. Meira að segja það að skoða myndir af náttúrunni í 40 sekúndur hefur verið sannað að auki getu þína til að fókusa á verkefni. Svo njóttu þess að horfa á þessa mynd af Sri Lanka!
7. Þú átt auðveldara með að finna sjálfa/n þig og hvaða leið þú vilt fara í lífinu
Já þetta er mjög djúpt... en líka satt! Með því að ferðast brýtur viðkomandi upp á sitt hversdagslega líf og sér það frá öðru sjónarhorni. Það gerir mörgum oft kleift að opna augun og sjá betur hvaða leið hann/hún vill fara í lífinu.
8. Þú verður óttalausari
Það kemur oft upp á ferðalagi þínu að þú finnur þig í aðstæðum sem vanalega myndu hræða líftóruna úr þér. Aðstæður eins og að kafa með hákörlum, eða fara í fallhlífarstökk. Því meira sem þú ferðast því óttalausari verður þú
9. Þú verður glaðari
Og ekki bara af því að þú þarft ekki að drífa þig í tíma eða vinnuna. Rannsóknir sýna að það að hlakka til komandi ferðalags eða upplifun gerir þig hamingjusamari en ef þú ert að bíða eftir einhverju haldbæru eins og til dæmis nýjum bol.
10. Þú stendur þig betur í vinnu
Rannsóknir sýna að fólk sem að notar alla frídagana sínar eru 6.5% líklegri til að fá stöðuhækkun!
11. Þú verður þolinmóðari
Hver hefur ekki lengt í því að standa í heimsins lengstu röð? Að bíða við öryggishliðið á flugvellinum, eftir rútunni í Asíu, eða eftur nýju vinum þínum frá Suður-Evrópu. Allar þessar upplifanir munu gera þig þolinmóðari.
12. Þú átt auðveldara með að tækla missi
Hvort sem þú varst að missa náið samband, vinnuna eða síðasta nammið sem þú áttir, þá hjálpar það þér að ferðast. Þegar þú ert í nýju umhverfi þá neyðir lífið þig til að slökkva á sjálfstýringunni, komast í betra samband við sjálfa/n þig og takast á við missi í framtíðinni.
Langar þig að skipuleggja ferðalagið sem þig langar í þega heimurinn opnast aftur. Skrifaðu okkur þá og fáðu fría ráðgjöf.
Fá fría ferðaráðgjöf