Blandaðu núvitund og ævintýrum saman við þessar flottu upplifanir í Tælandi

General Activity Yoga Tropical Mountain Girl

Ný leið til að ferðast

Það er orðatiltæki sem segir: ''Ég þarf frí frá fríinu mínu''. Ef þú finnur þessa tilfinningu þá þýðir það líklegast að fríin þín eru búin að missa sjarmann og þú ert að ferðast bara vegna þess að þér finnst þú verða að gera það. Ef þú kannast við þetta (og við gerðum það svo sannarlega á einhverjum tímapunkti) gætirðu viljað íhuga aðra nálgun á ferðalögum, þar sem að fara í ferð ætti helst að vera gefandi og afslappandi upplifun í stað þess að tikka bara í einhver box.

Hvað er núvitund?
Ef þú veist ekkert um núvitundr og geðheilbrigði, leyfðu okkur að gefa þér stutta kynningu. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um geðheilbrigði, að draga úr streitu og hvernig núvitund getur stuðlað að þessu. Í stuttu máli sagt, núvitund er hugarástand sem þú nærð með því að færa fókusinn á líðandi stund á meðan þú samþykkir tilfinningar þínar og hugsanir. Það eru margar mismunandi leiðir til að gera það og það er engin ein leið sem hentar öllum. Sumir kjósa að skrifa dagbók, fara í göngutúra í náttúrunni, einbeita sér að öndun, sitja einir í þögn og láta hugsanir sínar lausar eða stunda jóga eða aðrar æfingar. Ef þú vilt byrja skaltu prófa mismunandi hluti og sjá hvað hentar þér. Það eru nokkur forrit til að hjálpa þér að æfa núvitundaraðferðir líka, með því að veita ráðleggingar, athafnir og áminningar sem gera það auðvelt að halda uppi venjum þínum, jafnvel þegar þú ert erlendis.

Færðu orku þína í núið

Hér kemur núvitundin inn í myndina. Þetta er eitt af þessum hugtökum sem verið er að kasta mikið fram þessa dagana, en núvitund snýst í rauninni um að beina athyglinni að núinu. Núvitund byggist algjörlega á því að vera hér og nú, sem við myndum segja að sé nauðsynlegt á ferðalögum. Sérstaklega þegar þú skoðar áfangastað eins og Tæland, þar sem svo mikið er um að vera allan tímann og þér gæti fundist eitthvað jafn einfalt og að rata um, erfitt.

Að einbeita sér að stað og stund mun ekki aðeins draga úr streitu á meðan og eftir ferðina þína, heldur munt þú upplifa að með því að vera meðvitaður um þig verður mun auðveldara að finna lífsgleði og margar neikvæðar hugsanir þínar hverfa. Þetta setur snjóboltaferli af stað þar sem minna streita og áhyggjur bæta svefninn þinn á sama tíma og hjálpa þér að jarðtengja þig í núinu og mynda mikilvæg tengsl við heiminn í kringum þig í stað þess að horfa alltaf fram á við til næsta stóra hlutarins.

Ekki plana of mikið

Þú gætir verið að velta fyrir þér hvernig á að byrja að vinna í þessu. Að taka augnablik fyrir núvitund og andlega vellíðan snýst ekki bara um að eyða tíma í að hugleiða og sitja og gera ekki neitt. Þetta snýst meira um HVERNIG þú ferðast og hefur samskipti við umhverfið þitt. Það eru nokkrar leiðir til að fella núvitund inn í ferðina þína. Fyrsta og auðveldasta aðferðin er með því að ganga úr skugga um að þú hafir nægan frítíma ''planaðan'', svo þú getir ráfað um áfangastaðinn þinn og tekið inn allt sem er í kringum þig. Farðu frá tékklistanum sem þú hefur gert og opnaðu þig fyrir hinu óvænta. Trúðu okkur, þetta hjálpar þér að njóta ferðarinnar (og lífsins!) meira, þar sem þú ert meira til staðar í umhverfi þínu.

Stafræn afvötnun af og til

Önnur góð leið til að vera í núinu er með því að aftengja þig stafrænt í nokkra daga. Slökktu á símanum og skildu myndavélina eftir. Ef þú verður að hafa myndavél alltaf með þér skaltu íhuga alvöru myndavél frekar en símann. Það er ekki aðeins frábær æfing í að vera jarðtengdari í núinu heldur eru alvöru ljósmyndir líka besta tegund minjagripa sem við getum hugsað okkur!

Við verðum að viðurkenna að áfangastaðurinn þinn spilar líka inn í hversu auðvelt það er að einbeita sér að núvitund. Að eyða tíma í náttúrunni fjarlægir mikið af streitu sem er hluti af daglegu lífi þar sem það er minni hávaði og venjulega hreint loft. Að njóta gönguferðar eða hjólatúrs er frábær leið til að hreinsa höfuðið og taka inn allt í kringum þig. Það gerir það líka auðveldara að meðtaka það sem er í kringum þig, þar sem þú getur bara stoppað og talað við fólkið eða farið krókaleið ef það er það sem þú vilt. Þú getur ekki skoðað alla áfangastaði á hjóli, en Suðaustur-Asía og sérstaklega Tæland eru frábærir kostir ef þú vilt eiga rólega ferðadaga.

Afhverju Tæland?
Það eru fullt af stöðum sem henta fullkomlega fyrir núvitund, hugleiðslu og geðheilbrigði. En fjölbreytni Tælands er nánast óviðjafnanleg. Með einstökum samruna austurlenskrar menningar, hefðum og búddískra áhrifa ásamt fallegri náttúru og ævintýralegum athöfnum eins og köfun, gönguferðum og kajaksiglingum er margt skemmtilegt í boði. Ef þú vilt fulla hugleiðslu og jógaupplifun, sökkva þér algjörlega niður í núvitundina, þá mælum við með að leita að dvalarstað í athvarfi eða klaustri. En fyrir þig sem vilt setja nokkra núvitundarþætti inn í ferðina þína í stað þess að gera hana að aðalmarkmiði ferðarinnar, þá hefur Tæland upp á margt að bjóða.

Flúðu stressið

Jafnvel í hinni iðandi borg Bangkok, upplifðum við af eigin raun hvernig þú getur sloppið úr ys og þys og fundið hugarró í þessari stórborg. Þegar við hjóluðum í gegnum „grænu lungun“ í borginni sjáum við algjörlega óvænta hlið borgarinnar sem við þekkjum sem erilsama og háværa. Bang Kachao, sem er hið rétta nafn á þessu græna og reyklausa ríkisvarða svæði, gefur ótrúlega andstæðu við steinsteypta sjóndeildarhringinn sem ríkir hinum megin við Chao Phraya ána. Þetta sannar enn frekar að hvar sem þú ert, þá eru afslappandi augnablik ekki langt undan. Jafnvel í Bangkok er meira sem þú getur gert til að skapa mikilvæga tengingu við það sem er í kringum þig. Farðu á matreiðslunámskeið og lærðu af heimamönnum hvernig á að elda almennilega fimm rétta tælenska máltíð með hráefni sem þú finnur á local markaðinum. Njóttu ferlisins við að skera niður grænmeti og mala kryddjurtir og krydd. Það mun auðga ferðalagið þitt og þú munt læra eitthvað nýtt til að taka með þér áfram í lífinu. Á sama tíma er það auðveld leið til að hverfa frá tækjunum þínum í einn dag og bara lykta, sjá og smakka í staðinn. Þú þarft ekki myndavél EÐA internet til þess, er það nokkuð?

Jóga er önnur frábær leið til að fá meira út úr ferðinni. Það mun hjálpa þér að komast í gegnum ferðalagið þitt úthvíld/ur og hress. Í Tælandi finnurðu jógastúdíó út um allt, en að finna hvatningu til að stunda jóga reglulega er MIKLU auðveldara þegar þú ert á stað þar sem þú getur slakað á fullkomlega. Hin fallega eyja Koh Tao í Chalok Bay er einmitt þessi fullkomni staður. Frábær heimavöllur þar sem hægt er að skipuleggja ævintýrin þín, ásamt því að njóta jógatíma tvisvar á dag. Bakpokaferðalangar elska eyjuna þar sem það er mikið um að vera, en á sama tíma er þetta rólega og afslappandi andrúmsloft. Tíminn gengur bara aðeins hægar hérna. Á Koh Tao geturðu prófað köfun, snorkl, kajak, gönguferðir, sund og djamm á milli jógatímanna. Ef þú ert nýbyrjaður í jóga, er þér meira en velkomið að vera með líka.

Eftir að hafa stigið fyrstu skref í jóga og núvitund er auðvelt að halda áfram að æfa sig á meðan þú heldur áfram ferðalaginu, hvert sem fæturnir kunna að leiða þig. Viltu vita meira um nálgun okkar á hægari ferðalögum? Lestu þá leiðbeiningarnar okkar hér.

Hljómar spennandi?

Ef þetta er eitthvað fyrir þig, erum við meira en til í að aðstoða þig við skipulagninguna. Skrifaðu okkur og fáðu fría ferðaráðgjöf.

Skrifa okkur

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.