Listin að ferðast hægt
Hefur þér einhvern tímann fundist þú þurfa frí eftir fríið þitt? Þá er kominn tími til að stöðva þá þróun og komast aftur að rótum ferðalagsins. Hafna hefðbundnum hugmyndum um ferðaþjónustu, likes á Instagram og löngum to-do lista. Hæg ferðalög snúast um ekta upplifun og að vera í núinu. Vertu með í hreyfingu „hægra ferðalaga“ og taktu ferðalagið þitt á næsta stig.
Það gæti hljómað svolítið hippalegt, en veistu hvað, við og margir aðrir erum orðin ástfangin af þessu hugarfari!
Það er kominn tími til að kveðja FOMO og ferðaþreytu
Löngunin til að ferðast er allsstaðar á meðal okkar. Ferðalögum fylgja þó óumflýjanlega tvær niðursveiflur, ferðaþreyta og FOMO! Langir tékklistar yfir staði sem þú vilt heimsækja, breyting á gististöðum á 2-3 daga fresti og stress þegar hlutirnir ganga ekki eins upp og þú hafðir ætlað þér. Þú þekkir þetta.
Ef þú hefur einhvern tíma komið heim eftir ferðalag þreytt/ur í líkamanum með súrrealíska tilfinningu um að ferðin hafi aldrei gerst, er kominn tími til að taka skref til baka og spyrja sjálfan sig... Ferðast þú til að upplifa nýja hluti, eða bara fyrir grammið?
Afhverju ættir þú að íhuga „hægt ferðalag“?
„Hæg ferðalög“ gera þér kleift að taka því rólega og upplifa nýja staði á þínum hraða. Það er eitt af grundvallaratriðum þess að ferðast og hefur verið alveg síðan við byrjuðum að ferðast um þessa mögnuðu plánetu. Einhversstaðar á leiðinni týndu mörg okkar þó þessum eiginleika svo „hæg ferðalög“ vinna gegn þeirri þróun. En... hverjir eru kostirnir við að ferðast hægt?
Þú hleður batteríin
Flest okkar hafa verið þreytt eftir ferðalag og það er ekki skemmtilegt. FOMO fær okkur til að skipuleggja ferð með of mörgum afþreyingum og stoppum, og niðurstaðan er að þurfa að fá frí eftir fríið. Með hægum ferðalögum gerist þetta ekki.
Þú tengist umhverfinu
Hæg ferðalög auðvelda þér að tengjast náttúrunni, sjálfum þér og þar með öðrum. Taktu augun af leiðsögumönnunum og farðu þangað sem forvitni þín tekur þig. Hin fullkomna leið til að auka tenginguna er að fara í sjálfboðastarf, annað hvort með dýrum, fyrir náttúruna eða til að hjálpa fólki í neyð. Það er gefandi fyrir alla sem taka þátt og gefur þér vissulega dýpri tengingu við staðinn sem þú ert að heimsækja.
Það styrkir samfélög
Þegar þú ferðast hægt ertu meira á staðnum. Leyfðu þér að aftengjast alþjóðlegum vörumerkjum og tengjast staðbundnum vörumerkjum sem þú þekkir kannski ekki. Þannig muntu ekki einungis styrkja hagkerfi samfélagsins heldur öðlast aukinn skilning á menningunni á staðnum. Win-win!
Þú hefur meira á milli handanna
Þegar þú ferðast ótroðnar slóðir og kannar heiminn með það markmið að ferðast hægt þá getur þú komist á milli staða tiltölulega ódýrt. Hvernig? Því þá forðast þú túristagildrur og lifir eins og heimamaður. Dveldu nótt í heimagistingu, leigðu íbúð í minna heimsóttu borgarsvæði, farðu í matvörubúðina og eldaðu þinn eiginn kvöldmat með staðbundnu hráefni.
Hvernig er hægt að fara í „hægt ferðalag
#1 Forðastu að hafa langað to-do lista
Við höfum sagt það áður og við segjum það aftur, það er ómögulegt að upplifa ALLT í einni ferð! Ferðir ættu að snúast um gæði, ekki magn. Stytta því bucketlistann þinn og skildu eftir pláss fyrir óvænta hluti. Það eru vanalega þeir sem eru eftirminnilegastir.
#2 Lifðu eins og heimamaður
Ferðastu með staðbundnum samgöngum, farðu með lest, leigðu hjól og farðu úr miðbænum. Þú gætir jafnvel sagt, að því hægar sem þú ferð, því styttri er fjarlægðin til lífs heimamanna. Hægar samgöngur eru líklega einn af mest krefjandi þáttum hægra ferðalaga, en þetta kemur allt með æfingunni.
#3 Farðu út fyrir þægindarammann
Gerðu eitthvað óþægilegt! Við vitum að það hljómar einkennilega en þetta er eina leiðin til að verða sannur hægur ferðamaður. Vertu yes-man og stígðu út fyrir þægindarammann þinn.
#4 Gerðu þetta að þínu hversdagslega lífi
Hæg ferðalög er hugarfar sem ætti að vera notað hvar og hvenær sem er. Í heimabæ þínum, á leiðinni í skólann, þegar þú ferð í vinnuna. Sumir gætu sagt að það hljómi eins og bull og vitleysa en það snýst allt um sjónarhorn. Þetta snýst ekki um hversu hratt þú getur komist á leiðarenda, heldur um reynsluna sem þú færð á leiðinni.