{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Arna Petra - Elsku Dúbaí!

Arna Petra í eyðimörkinni í Dúbaí

Arna Petra skellti sér í heimsreisu með KILROY og deilir með okkur sínum ferðalögum

Ég heiti Arna Petra Sverrisdóttir og er 21. árs stelpa sem elskar að ferðast um heiminn, taka fínar myndir, kynnast fólki og prófa allskonar nýja hluti. Ég er fædd og uppalin á Íslandi en draumurinn hefur alltaf verið að vera allt annars staðar en á klakanum og sá draumur rættist þegar ég fór í mína fyrstu heimsreisu með KILROY. Þá var sko ekki aftur snúið skal ég segja ykkur!

Í dag bý ég í Svíþjóð og er alltaf að vinna í að plana næstu ferð… Mér finnst að allir eiga að skella sér í allavega eina svona ferð, vegna þess að þetta er eitthvað sem þú munt aldrei gleyma og aldrei sjá eftir. Það er ekkert skemmtilegra en að ferðast, sjá aðra menningarheima, prófa nýjan mat og upplifa alls konar vitleysu á ferðalaginu.

Mér þykir ótrúlega gaman að fá að deila með ykkur nokkrum ferðasögum frá ferðalaginu mínu. Fyrst förum við til Dúbaí...

DÚBAÍ

Dubaí er áfangastaður sem hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu þrjá áratugina eða svo. Áður fyrr var borgin aðeins sandhólar og eyðimörk en í dag er hún sjóðandi heitur áfangastaður sem er fullkominn til að hefja heimsreisuna í. Mikil uppbygging og stórkostlegt skipulag, alþjóðlegt umhverfi og sól allan ársins hring.

Fá fría ferðaráðgjöf

Dúbaí eyðimörkin

Heimsreisan hófst fyrir alvöru þegar við lentum í Dúbaí þar sem við myndum stoppa í tvo daga. Við mættum seint um kvöldið á hótelið, skiluðum töskunum af okkur og hoppuðum strax um borð í lestina til að komast í Dubai mollið.

MOLLIÐ Í DÚBAÍ

Fiskabúrið í mollinu í DúbaíSkautasvellið í mollinu í Dúbaí

Það var svolítið magnað að koma inn í mollið en þarna sjáið þið til dæmis fiskabúrið fræga og skautasvellið sem þar er að finna. Þegar við komum í mollið skiptum við liði sem endað með því að ég og Hrönn vinkona héldum að við myndum aldrei rata tilbaka. Fastar í molli, ekki svo slæmt... Eða kannski jú smá slæmt þegar maður getur ekki verslað. En við rötuðum þó út á endanum.

BURJ AL ARAB

Arna Petra á ströndinni í Dúbaí

Á meðan við vorum í Dúbaí fórum við að sjálfsögðu á ströndina með Burj Al Arab í augsýn en það er hótel sem er hvorki meira né minna en 7 stjörnur! Við höfðum reyndar ekki tíma til að kíkja inn í það en ég mun alveg bókað gera það í næstu ferð. Við héldum okkur því bara við að horfa á bygginguna og steikja okkur í sólinni svona rétt áður en við fórum í eyðimörkina seinna um daginn.

EYÐIMERKURSAFARÍ - DON'T WORRY BE HAPPY

Arna Petra í eyðimerkursafarí

Næst tók við sjúklega velheppnað eyðimerkursafarí þar sem við lentum á einum skrautlegum bílstjóra sem var með munnræpu á eitthverju allt öðru stigi! Hann var alveg að gera okkur gráhærð elsku karlinn. "Don't worry be happy" sagði hann alltaf þegar hann vissi ekki hvað hann átti að tala um næst.

Menn í eyðimerkursafarí í Dúbaí

En ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir munnræpuna er þessi minning núna bara orðin frekar skemmtileg. Maður kynnist svo mikið af allskonar fólki þegar maður fer í heimsreisu sem gerir ferðina bara eftirminnilegri. 

Arna í eyðimörkinni í Dúbaí

Arna Petra í eyðimörkinni í Dúbaí

Í eyðimerkursafaríinu er manni skutlað í hjarta eyðimerkunnar, niður sandbrekkur. Þetta tók vel á fyrir eina bílhrædda! Þið hefðuð átt að sjá mig, ég talaði ekkert alla bílferðina og bílstjórinn sagði bara "don't worry be happy"! Á leiðinni stoppuðum við til að taka þessar myndir hér fyrir ofan og VÁ, þetta var ólýsanlegt! Við sáum ekkert nema eyðimörk alveg sama hvert við litum.

Henna tattoo

Eftir keyrsluna hittust allir saman í eyðimörkinni til að borða og horfa á skemmtiatriði. Við fengum okkur öll líka henna tattoo.

Burj Khalifa í Dúbaí

Mig langaði að taka saman nokkur Dúbaí tips í lokin á þessari fyrstu færslu minni hér á KILROY blogginu fyrir þá sem eru á leiðinni eða langar að fara til Dúbaí.

1. Ef þig langar að gera allt þá þarftu lengri tíma en bara stutt stopp. Í Dúbaí er mikið að sjá svo þetta er staður sem þig mun pottþétt langa að koma til aftur.

2. Það er "dresscode" sumstaðar svo vertu viss um að athuga það áður en þú ferð eitthvert. Á ströndinni þarftu samt ekki að hafa áhyggjur af klæðnaði en það er samt alltaf gott að athuga áður en þú ferð.

3. Leigubílar eru alls ekki dýrir en lestarkerfið er að sjálfsögðu ódýrara.

Í næstu færslu ferðumst við til Afríku þar sem ég gisti meðal annars undir stjörnubjörtum himni og gekk upp Big Daddy!

Heimsreisan mín

Þar til næst!

Arna Petra undirskrift

FYLGSTU MEÐ FERÐALAGINU HENNAR ÖRNU

Á komandi vikum mun Arna deila með okkur fleiri skemmtilegum reynslusögum og myndum frá heimsreisunni hennar með KILROY. Fylgstu með á www.kilroy.is/blogg og á miðlunum hennar Örnu sem má finna hér:

Bloggið hennar Örnu

Instagramið hennar Örnu

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.