Dubaí hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu þrjá áratugi. Áður fyrr var borgin aðeins sandhólar og eyðimörk en í dag er hún sjóðandi heitur áfangastaður. Mikil uppbygging og stórkostlegt skipulag, alþjóðlegt umhverfi, sól allan ársins hring og arabísk gestrisni - allt gerir þetta borgina litríka og spennandi.
Hvað er hægt að gera í Dubaí?
- Fara inn í eyðimörkina
Keyrðu um á jeppa eða farðu á kameldýr! Þú getur rennt þér á fagurrauðum sandöldunum á sandbretti eða skíðum og endað ferðina í tjaldbúðum hirðingja þar sem þú færð kvöldverð, shisha (austurlensk tóbakspípa) og stjörnuprýddan himinn í kaupbæti. - Versla
Dubaí er mekka verslunar. Hér finnur þú öll heitustu merkin (bæði alþjóðleg og staðbundin) í flottum tískuvöruverslunum og verslunarmiðstöðvum. - Heimsækja Souks
Þekktast basarinn er í Deira, Deira Gold Souq. Gull er hér í hrönnum og þar sem gull er ódýrt í Dubaí skaltu nota tækifærið og bæta í skartgripaskrínið þitt. - Eyða deginum í Wild Wadi
Wild Wadi er vatnaskemmtigarður staðsettur beint fyrir framan hið magnaða Burj Al Arab hótel. Flottar vatnsrennibrautir, sundlaugar með öldugangi, brimbretta eftirlíkingar og, síðast en ekki síst, hin rosalega vatnsrennibraut Jumeirah Sceirah sem þeytir þér niður 33 metra á allt að 80 kílómetra hraða á klukkustund. - Spila golf
Dýrt sport í Dubaí, eins og svo margt annað, en ef þú hefur efni á því þá geturðu spilað á flottum golfvöllum og liðið eins og konungi á meðal fína og fræga fólksins. - Farið á ströndina
Meðfram Jumeirah Beach Road eru nokkrar fínar almenningsstrendur. Hér er sjaldan mikill öldugangur og vatnið er tært og stillt, alveg eins og sandurinn.
Næturlífið í Dubaí
Lífið er á hótelunum. Þar finnur þú flesta veitingastaði, næturklúbba og bari. Hótelin eru líka nánast einu staðirnir þar sem áfengi er selt. Á þriðjudagskvöldum eru víða konukvöld og ókeypis drykkir svo þeir dagar eru vinsælir, en annars eru öll kvöld partýkvöld í Dubai.
Gisting í Dubaí
Það er bara um eitt að velja...lúxus hótel! Já, Dubaí er borg glamúrs og þú sérð aðeins 4-5 stjörnu hótel hvert sem þú lítur. En ef þú heldur þig í gamla hluta bæjarins, t.d. Deira, getur þú fundið hótel með færri stjörnum eða á lægra verði.