Ertu að leita þér að flugi? - Notaðu leitarvélina okkar
Ef þú ert að fara í heimsreisu eða lengri flug þá getur verið sniðugt að hafa samband við ferðaráðgjafa okkar. Ef þú ert hinsvegar að fljúga fram og tilbaka á fyrirfram ákveðnu tímabili þá mælum við með að nota flugbókunarvélina okkar.
Flugleitarvél KILROY - Helstu kostir
Mismunandi leitarvélar á netinu hafa alla sína kosti. Hér viljum við útlista nokkra kosti leitarvélar KILROY:
Flugfélagið ber ábyrgð á að koma þér alla leið
Helstu kostir leitarvélar KILROY er að hún leitar alltaf eftir heilum flugmiðum. Það þýðir að flugfélagið ber ábyrgð á að koma þér alla leið á áfangastað. Í öðrum orðum berð þú ekki ábyrgð á tengifluginu né á annarskonar seinkunum.
Dæmi: Þú kaupir þér flugmiða frá London til Brasilíu með millilendingu í Mexikó. Flugið frá London seinkar sem gerir það að verkum að þú missir af tengifluginu í Mexikó. Þú ert ekki ábyrg/ur fyrir því heldur flugfélagið, þeim ber skylda að koma þér alla leið.
Tékkaðu töskurnar alla leið
Annar kostur við að hafa alla leiðina í heilum miða er að í lang flestum tilvikum getur þú tékkað töskurnar þínar alla leið. Þannig losnarðu við óþarfa vesen við að þurfa að fara í gegnum tollinn og endurtaka innrituna.
Námsmanna- og ungmennaflugmiðar KILROY
Einnig er vert að nefna námsmannaflugmiðana okkar. Þeir eru mun sveigjanlegri og auðveldara að breyta þeim en flestum öðrum miðum.
Samkeppnishæft verð
Við getum ekki lofað því að við munum alltaf vera ódýrust, en við teljum okkar verð vera mjög samkeppnishæf. Því er um að gera að prófa sig áfram og bera saman við aðrar leitarvélar.
Sveigjanleg leit
Hjá okkur getur þú leitað eftir flugi á mörgum dagsetningum í einu. Þú velur einfaldlega möguleikann plús/mínus 1 dagur eða 3 dagar. Þetta gerir það að verkum að auðveldara er að finna hagstæðasta flugið.
Ertu að fara í lengri flug?
Ef þú ert að fara ferðast utan Evrópu skaltu alltaf prófa að leita að miðanum í tveimur skrefum. Ástæðan er sú að það eru ekki mörg flugfélög sem eru með hagstæða flugmiða til framandi staða alla leið frá íslandi.
Leitaðu fyrst að flugi til lokaáfangastaðar frá stórri borg innan Evrópu eða Bandaríkjanna, t.d. London, Kaupmannahöfn eða New York. Leitaðu því næst að flugi frá Keflavík til viðkomandi borgar.
Dæmi: Gefum okkur að þú sért að fara til Peking. Leitaðu þá fyrst frá Kaupmannahöfn eða London til Peking. Þegar þú ert búin(n) að finna verð sem þú ert sátt(ur) við skaltu finna annað flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar/London. Það er þó um að gera að prófa að leita alla leið frá Íslandi.