Ertu að leitast eftir ástæðu til þess að ferðast?
Ertu að útskrifast og að velta fyrir þér hvað gerist næst? Af hverju ekki að víkka sjóndeildarhringinn, fara út fyrir þægindarrammann og upplifa eitthvað einstakt og ógleymanlegt? Kíktu á þessar fjórar ferðategundir sem fullkomið er að skoða eftir útskriftina þína!
Veistu nú þegar hvað þig langar að gera?
Fá fría ráðgjöf
1. Tripmates
Dreymir þig um að ferðast um heiminn en vantar einhvern til að ferðast með? Þá eru Tripmates ferðirnar okkar þar sem þú ferðast ein/n/t með öðrum eitthvað fyrir þig. Tripmates ferðirnar okkar eru fyrir ungt fólk á aldrinum 18-24 og 23-31, sem bæði dreymir um frelsi bakpokaferðalagsins og vill á sama tíma hafa einhvern til að ferðast og deila upplifunum með. Í þessari tegund af hópferð ferðast þú ásamt öðru ungmennum frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku!
Tripmates ferðirnar eru ótrúlega fjölbreyttar, svo sama hvort þig langi að upplifa lifandi borgarlífið og menningu í Tælandi eða vera á ferðalagi í 3 mánuði að upplifa strendur á heimsmælikvarða á Hawaii, frábæran mat í Mexíkó, villta fíla á Sri Lanka og kristaltæran sjóinn á Maldíveyjum þá hjálpum við þér að finna eitthvað fyrir þig!
Skoðaðu Tripmates ferðirnar nánar hérna
2. Heimsreisur
Við trúum því að það að upplifa önnur lönd og menningar getur haft djúpstæð jákvæð áhrif á þig og þína framtíð. Það er stórkostleg fjárfesting í sjálfri/sjálfum þér. Að ferðast kennir þér ekki einungis betur á heiminn, heldur hjálpar það þér að vaxa og dafna sem manneskja. Við eigum til fjölda af hugmyndum fyrir heimsreisuna þína en þú getur alltaf sérsniðið hana að þér svo þú fáir sem allra mest út úr ferðalaginu þínu. Skoðaðu brot af heimsreisunum okkar hér að neðan!
Langstökkvarinn
Safarí og Sólarströnd
Þessi reisa er fyrir þá sem vilja upplifa mögnuð ævintýri en flatmaga á ströndinni þess á milli. Fullkomin leið fyrir þá sem vilja sameina spennu og slökun! Sjáðu spennandi áfangastaði í Afríku og Asíu, fjölbreytta náttúru og framandi menningu hvert sem þú ferð.
Mundu að þessar heimsreisur eru aðeins uppástungur. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og við mögulega getum.