Fylgstu með Ingileif og Maríu í Mexíkó á Instagrami KILROY og Snapchatti Hinseginleikans
Ingileif og María, eigendur Hinseginleikans, eru á leiðinni í brúðkaupsferð til Mexíkó og ætla að leyfa okkur að fylgjast með ferðalagi sínu!
Viva Mexíkó!
Þær Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur ættu flestir að kannast við. Ingileif starfar sem þáttastjórnandi á RÚV ásamt því að hafa nýlega verið nefnd famúrskarandi ungur Íslendingur. María starfar síðan sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar en í sameiningu eiga þær og reka hinn sívinsæla og fræðandi Snapchat reikning "Hinseginleikinn". Núna er þær á leiðinni í brúðkaupsferð til Mexíkó og ætla að leyfa okkur að fylgjast með ferðalagi sínu um framandi land!
Hvert liggur leiðin
Eftir brúðkaup sitt halda þær Ingileif og María á vit ævintýranna og byrja ferð sína í Toronto, Kanada.
Þar munu þær dvelja í 3 daga og deila með okkur fegurð þessarar yndislegu kanadísku borgar. Eftir 3 dásamlega daga tekur við annað ferðalag þar sem þær fljúga frá Toronto til Cancun, Mexíkó!
Cancun og hinn gullfallegi Yucatan skagi bjóða upp á einhverjar fallegustu strendur í Mexíkó og einhverjar dýrðlegustu náttúruupplifanirnar. Þar að auki má finna menningarlegar- og sagnfræðilegar rústir frá tímum Maya menningarinnar.
Náttúran á Yucatan skaganum er öðruvísi en annarsstaðar í Mexico; svæðið einkennist af stærðarinnar regnskógum og meðfram ströndinni má finna yndislegar, ósviknar pálmastrandir. Náttúrulegt gnægtarborð sem laðar að sér ótal ferðamenn á ári hverju.
Hérna munu Ingileif og María dvelja og deila með okkur öllu því skemmtilega sem þær taka sér fyrir hendur í þessu dásamlega umhverfi.
Brúðkaupsferðina enda þær síðan með trompi í borginni sem aldrei sefur, New York!
Hægt er að fylgjast með ævintýrum Ingileifar og Maríu á Instagram KILROY en þið finnið það undir @kilroyiceland og á Snapchatti Hinseginleikans.