Toronto er lífleg og spennandi borg. Þar er fjölmargt fyir þig að sjá og gera, hvenær sem er dagsins! Borgin er stærsta borgin í Kanada og er þaðan stutt fyrir þig að fara bæði til hinna heimsfrægu Niagara fossa og Miklu Vatnanna.
Háhýsi og fallegur byggingarstíll í Toronto
Toronto er ótrúlega falleg borg, sérstaklega ef þú horfir yfir hana frá Panorama Lounge veitingastaðnum í Manulife Centre verslunarmiðstöðinni. En sama hvaðan þú horfir yfir þessa miklu borg, mun hinn feiknastóri CN Tower turn ríkja yfir sjóndeildarhringnum - hann er 553 metra hár og var hæsti frístandandi turn heims til ársins 2007. Þegar þú ferð að skoða turninn þá munu hárin rísa á höfði þínu í löngu lyftuferðinni upp á topp! En þegar upp er komið munt þú fyrirgefa allt þar sem útsýnið er einstakt. Þeir sem eru ævintýragjarnir geta gengið yfir glergólf og horft beint niður í hyldýpið fyrir neðan. Fullkomnar kringumstæður til að svitna smá í lófunum. Átt þú eftir að þora því?
Það er ekki bara CN turninn sem stendur uppúr í Toronto. Reyndar er það svo að New York er eina borgin í Norður Ameríku sem býr yfir fleiri háhýsum yfir 90 metra hæð en Toronto. Svo það er engin furða að borgin er svona mikilfengleg að sjá!
Þar að auki finnur þú mjög mismunandi byggingarstíl og getur þar með upplifað það að um mismunandi hverfi sem öll hafa sitt sérstaka andrúmsloft – hér getur þú t.d gengið efitir gullfallegum strætum í Viktorískum stíl og sest niður við stór, opin, björt torg.
Íshokkí – svo miklu meira en bara íþrótt
Í Toront finnur þú bygginguna Air Canada Centre sem er heimavöllur NHL-hokkíliðs, Toronto Maple. Það er alger skylda að sjá leik þegar þú ert í Toronto! Andrúmsloftið í áhorfendapöllunum eitt og sér algjörlega peninganna virði. Hér getur þú upplifað hina steríótýpísku Kanadísku menningu þar sem feður og synir borða poppkorn saman, fagna hetjunum sínum og gleyma sér í æsingnum sem þessi hraða og heillandi íþrótt kallar fram.
Menning og listir Toronto
Toronto er mjög sérstök borg þegar kemur að mannlífi og orku. Borgin hefur á undanförnum árum unnið sér inn orðspor sem miðstöð skapandi lista í Kanada með spennandi “underground” hreyfingu í tónlist, kvikmyndagerð og margskonar myndlist og menningu. Næturlífið hér er frábært og mjög fjölbreytt þökk sé fjölmenningu. Þetta sést líka í öllum spennandi hverfum borgarinnar: lífleg “Litla Ítalía”, hávær og erilsamur “Chinatown” og fullt af öðrum sjarmerandi hverfum sem einkennast af menningum mismunandi þjóða.
Torontobúar eru almennt mjög vinalegir og gestrisnir sem gerir Toronto einstaklega skemmtilega borg að heimsækja. Andrúmsloftið hér er líka svo heillandi!
Útivist í Toronto og nágrenni
Það vill svo skemmtilega til að það er mikil villt og ósnert náttúra rétt fyrir utan Toronto. Nálægðin við Miklu Vötnin og Niagara fossana auk fleiri tilkomumikilla náttúrufyrirbæra gerir borgina að fullkominni blöndu iðandi nútímastórborgar og hinnar ótömdu og víðáttumiklu náttúru.