Ef þú ert að skipuleggja ferð um Japan þá er þessi lestapassi fyrir þig. Hér hefur þú aðgang að lestum sem fara á alla helstu staðina í Japan - og enn betra er að passinn er sveigjanlegur. Passinn verður að vera keyptur fyrir utan Japan, vertu því viss um að kaupa hann áður en þú leggur af stað. Passinn gildir í lestir, báta og rútur í Japan.
Ef þú átt japanska lestapassann (Japan Rail Pass) getur þú skoðað alla helsta áfangastaði Japan á 7, 14 eða 21 dögum. Auk þess að eiga greiðan aðgang að nútímalegum lestum og lestarkerfi getur þú einnig ferðast með ýmis bátum og rútum innnan Japan. Þetta er hin fullkomna leið til þess að sjá Japan á ódýran og þægilegan hátt og þú sparar þér tíma og pening með því að vera búin að greiða fyrir allar lestarferðirnar áður en þú kemur til landsins.
Almennar samgöngur í Japan
Japan er land lesta. Hraðskreiðra lesta. Alvöru "lestarmenning" hefur náð að skjóta rótum seinustu áratugi og því er lítið mál að ferðast um Japan (allavega miðað við marga aðra staða í heiminum). Lestir og rútur fara mjög reglulega og eru vel skipulagðar - eins og við er að búast í Japan!
Japan Rail Pass - Aðeins hægt að kaupa fyrir utan Japan
Japanski lestapassinn er fáanlegur "rauður" eða "grænn", einnig þekkt sem "venjulegur/2nd class" eða "enn þæginlegri/1st class". Hafðu í huga að ekki er hægt að kaupa passann í Japan. Hann VERÐUR að vera keyptur fyrirfram. Þetta er vegna þess að passinn er ódýrari en gengur og gerist í Japan og er aðeins fáanlegur fyrir ferðamenn.
Passinn er einungis seldur ferðamönnum sem munu vera í Japan í undir 90 daga. Sértu að fara að vera í Japan í yfir 90 daga með námsmanna- eða vinnuvisa getur þú ekki keypt passann.
Þú verður að vera ferðamaður með stöðuna "temporary visitor". Sú staða samkvæmt innflytjendalögum Japans leyfir dvöl í japan í 15 eða 90 daga fyrir "sight-seeing".
Ef þú sækir um "stay for sight seeing" status þegar þú kemur til Japans þá munt þú fá stimpilinn "Temporary Visitor" í vegabréfið þitt. Til þess að fá lestarpassann þinn afhentan er nauðsynlegt fyrir þig að vera með þennan stimpil.
Þó þú sért staðsett/ur í Japan í skiptinámi þarft þú samt að vera með þennan stimpil til að fá passann afhentan.
Skoðaðu skilyrðin nánar hér.
Virkja passann og taka frá sæti
Þegar þú kaupir lestapassann hér hjá okkur færðu kvittun í hendurnar ca 3 mánuðum áður en þú ferð af stað. Þegar þú kemur til Japan verður þú svo að skipta kvittunni (voucher) í alvöru passann og þá geturðu notað hann í þá daga sem þú keyptir (7, 14 eða 21 dag). Hægt er að panta sæti án kostnaðar. Hér á www.hyperdia.com getur þú fundið lestaráætlanir og pantað sæti.
Japan samanstendur af fjórum eyjum sem þú getur skoðað með rauða eða græna lestapassanum. Þú gætir t.d. byrjað ferðina í Osaka, sofið í hofi í Koyasan, slappað af á ströndinni í Shimoda, náð lestinni til Takayama og endað svo ferðina með því að fara versla og skoða þig um í Tokyo. Og hver veit nema þú fáir þér svo Sushi á leiðinni!