Þegar þú heyrir orðið safarí hugsar þú eflaust strax um Afríku. Stórir hlutar heimsálfunnar eru þaktir sléttum sem eru heimkynni fjölda dýrategunda og bjóða upp á frábærar aðstæður fyrir safarí. Í Afríku finnur þú hin fimm stóru, eða "Big 5": fíla, nashyrninga, ljón, buffalóa og hlébarða. Í Afríku eru einnig gíraffar, sebrahestar, antílópur og þúsundir annarra tegunda. Ef þú vilt upplifa enn meira ævintýri getur þú farið til Úganda og séð górillur.
Við bjóðum einnig upp á mikið úrval af annars konar upplifunum sem tengjast dýralífi. Þú getur t.d. komist í nálægð við tígrisdýr í Indlandi, fíla í Nepal, skjaldbökur í Kosta Ríka og séð fjölda sjaldgæfra dýrategunda í Madagaskar. Það eru dýr allsstaðar svo þú getur farið í ævintýraferð eða siglingu hvar sem er í heiminum og séð fjölbreytt dýralíf. Skoðaðu safarí ferðirnar okkar eða hafðu samband og við hjálpum þér að finna ferð sem hentar þér!