Stórir hlutar Afríku eru þaktir sléttum sem eru heimkynni fjölda margra dýrategunda og eru frábærar aðstæður til að fara í safarí. Í Afríku finnur þú það sem oft er kallað „hin fimm stóru“ eða „Big 5“; fíla, nashyrninga, ljón, buffalóa og hlébarða. Í Afríku eru einnig að finna gíraffa, sebrahesta, antílópur og þúsundir annarra tegunda. Þú getur einnig skellt þér til Úganda ef þú hefur áhuga á að sjá górillur.
Þú getur farið í safaríferð sem er nokkrir dagar eða margar vikur, þitt er valið! Gistingin er einnig þitt val; viltu lúxus eða tjald? Við mælum með tjaldinu, þú kemst ekki í meiri nálægð við villta náttúruna.
Endilega hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar!