Það besta sem ég geri er að ferðast! fara á nýjar slóðir, kynnast öðruvísi siðum og menningu, fara í gönguferðir og aðrar afþreyingar til þess að fá enn betri upplifun og smakka fjölbreyttann mat. Ef þú ert á sama máli þá ætti ég klárlega að geta aðstoðað þig við það sem þú ert að leitast eftir fyrir drauma ferðalagið þitt því ferðalög er mitt helsta áhugamál. Reynsla mín og þekking af ýmsum áfangastöðum og ævintýrum getur átt þátt í því að setja saman drauma ferðina þína og gera hana að þínu næsta ævintýri!
Ég er 24 ára frá Vestmannaeyjum og er við það að ljúka námi við Háskóla Íslands í Viðskiptatengdri Kínversku. Alla mína tíð hef ég haft áhuga á því að ferðast og lenda í ævintýrum. Í fyrstu voru það klassískar ferðir til Evrópu með fjölskyldunni og íþróttaferðir en um leið og ég hafði tök á því að fara lengra þá gerði ég það. Mitt fyrsta langa ferðalag var Asíureisa. Þá fór ég til Tælands, Myanmar, Indlands, Malasíu, Singapore og Indonesíu. Að lokinni reisu flutti ég Peking í Kína og hóf Háskólanám í kínversku. Næst var það Kúba og Bandaríkinn (Hawaii og San Francisco).
Eftir þessi ferðalög og meira nám á Íslandi langaði mig til þess að setjast að í einu landi í langan tíma og gera eitthvað sem gæti nýst mér í framtíðinni. Ég valdi því að stunda nám erlendis. Nám erlendis getur veitt manni tækifæri til þess að að læra nýtt tungumál, kynnast nýrri menningu, stækka tengslanetið og í mínu tilfelli til þess að fá mann til þess að meta sitt eigið líf meira og fá betri hugmynd af því hvað maður vill gera í framtíðinni. Ég skellti mér í nám til Kína í eitt ár og valdi borgina Xiamen því þar skín sólin allt árið eins og í flestum löndum í Suð-Austur Asíu. Á meðan dvölinni stóð gat ég ekki verið mikið kyrr á einum stað því löndin í kring voru bara einfaldlega alltof spennandi! Þannig ég nýtti öll fríin sem ég fékk frá skólanum í að ferðast um Filippseyjar, Víetnam, Hong Kong og auðvitað Kína.
Lærdómurinn og upplifunin sem ég fékk út úr þessum ferðum er ómetanlegur og þess vegna mæli ég 100% með því að ef þig langar út, hvort sem það er í ferðalag eða nám að kýla á það!
Næsti áfangastaður hjá mér verður líklegast Afríka (Marokkó eða Suður Afríka og þar í kring). Ástæðan fyrir því er að ég hef aldrei farið til Afríku, það er „stutt“ að fara t.d. til Marokkó en samt er menningin svo allt önnur og einstök. Það skemmir heldur ekki fyrri að hægt sé að sörfa á báðum stöðum.
Ef þú hefur áhuga á að fara út að skoða heiminn þá mæli ég hiklaust með því að skella sér því þú munt aldrei sjá eftir því! Endilega hafðu samband við mig og við í sameiningu getum sett saman draumaferðina þína.