Ég hef mikla ást á að ferðast og nýt tækifæri til að skoða heiminn í gegnum starfið mitt. Í áratug hef ég starfað í ferðaþjónustu og öðlast mikla reynslu í að bjóða fyrirtaks þjónustu. Ég er með menntun í viðburðarstjórnun og stjórnun gestamóttöku og ferðaþjónustu sem hefur reynst mér vel.
Uppáhalds áfangastaðurinn minn er Barselóna á Spáni, þar sem ég eyddi hálfu ári í starfsnámi. Næst á mínu ferðaplani er jóga námskeið á Bali eyjunni í Indónesíu, heimsækja „stóra eplið“ New York í Bandaríkjunum og upplifa dýralífið í Kosta Ríka.
Komandi frá Siglufirði, litlum bæ á norðurhluta Íslands, hafa ferðalög svo sannarlega víkkað sjóndeildarhringinn minn og gefið mér tækifæri að kynnast öðrum menningarheimum.
Ertu að leita að einhverju spennandi að gera fyrir þinn hóp? Ég veit ekkert betra en að deila þekkingu minni og ást á ferðalögum – hlakka til að hjálpa þér að skipuleggja þitt næsta ævintýri!