Hef alltaf vitað að ég vilji skoða heiminn. Ferðaástríðan kviknaði svo fyrir alvöru í útskriftarferð til Tælands. Þá vissi ég að þetta var það sem mér var ætlað að gera, en í dag er ég útskrifaður ferðamálafræðingur frá HÍ. Ég er alltaf með hugann við að skipuleggja næstu ferð og bíð eftir því að geta skellt mér í nýtt ævintýri. Hvort sem það er kynnast nýjum menningarheimum og siðum, smakka nýjan mat, kynnast nýju fólki, lenda í óvæntum ævintýrum eða skoða alla þá fallegu náttúru sem jörðin okkar hefur upp á að bjóða þá er ég til! Ég vil hvetja aðra til þess að ferðast og skapa geggjaðar minningar í sínum draumaferðum!
Eftir útskriftarferðina gat ég ekki hugsað um annað en að komast aftur út. 2018 fór ég í mína fyrstu heimsreisu með vinkonu minni á vegum KILROY. Við heimsóttum meðal annars Sri Lanka, Víetnam, Kambódíu, Laos, Bali, Fiji og Bandaríkin. Stuttu seinna skellti ég mér í mína fyrstu ferð einsömul. Hún tók 6 mánuði og sé ekki eftir einni mínútu. Ég bókaði aðra leið til Tælands að vinna, ekki vitandi hvenær ég ætlaði heim. Á heimleiðinni heimsótti ég Japan og Suður-Kóreu. 2022 hélt ég jólin í Mexikó með vinkonu og fagnaði nýju ári í Gvatemala. Þá ferð endaði ég ein í Kosta Ríka að læra betur að surfa.
Fátt hefur mótað mig meira sem einstakling en ferðalögin sem ég hef farið í. Að takast á við áskoranir í sóló ferðalögum, að opna mig fyrir nýjum vinum og fara út fyrir þægindaramman hefur kennt mér svo margt.
Ég á eftir að sjá svo margt og bucketlistinn er langur. Efst á honum núna er Perú, Indland og Kína!
Ef þig langar í magnaðar ferðaupplifanir sem munu fylgja þér út ævina þá endilega hafðu samband og við hönnum þína draumaferð saman 😊