Ég hef alltaf verið mjög ævintýragjörn og elska að fara á nýja staði. Ég veit ekkert skemmtilegra en að ferðast, kynnast nýjum menningarheimum, smakka nýjan og spennandi mat og kynnast nýju fólki frá öllum heimshornum.
Ég fór í mína fyrstu reisu í janúar 2020 eftir menntaskóla þar sem ég fór af stað til Dubai ,Indlands og nokkurra landa í suð-austur Asíu – en síðan var ég send heim vegna heimsfaraldurs – það var ákveðinn skellur. Ég lærði samt svo ótrúlega mikið á þessari ferð og byrjaði strax að hugsa hvert ég vildi fara næst.
Í mars 2023 fór ég síðan á þrjóskunni og kláraði reisuna mína ein um Asíu, en bætti þá við Sri Lanka, Maldíveyjum, Singapore og Bali.
Það að ferðast til framandi landa er svo ótrúlega lærdómsríkt og gefandi og myndi ég mæli með því að allir myndu prófa það.
Næst á dagskrá hjá mér er annað hvort Ástralía- og Nýja Sjáland, Suður Ameríka með stoppi í Karabíahafinu eða Safarí-ferð í Suður Afríku. Mér finnst mjög erfitt að velja á milli en ég læt mig dreyma um að ég muni fara í allar þessar ferðir.
Endilega hafðu samband ef þú vilt fara á vit ævintýranna og við getum skipulagt draumaferðina þína saman😊