Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'
0 Results found
Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'
0 Results found
Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:
Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!
Ferðaáætlunin: ✈️ Bangkok - Hua Hin - Chumphon - Koh Tao - Koh Samui - Heim
Ath: Þú getur annað hvort sameinað þessa ferð við lengra bakpokaferðalag eða verið bara í þessa daga. Við getum hjálpað þér við að skipuleggja bæði.
Ferðin byrjar í Hua Hin, þar sem þú hefur nokkra daga áður en næsta ævintýri bíður þín. Njóttu þín í sólinni á ströndinni og búðu þig undir 14 daga persónulega þroska. Við höfum bætt við virkilega skemmtilegu sjálfboðastarfi við þessa ferðaáætlun. Það sem þú munt gera í sjálfboðastarfinu er að, ásamt öðrum sjálfboðaliðum sem kom frá öllum heimshornum, hjálpa dýrum sem verið er að endurhæfa svo hægt sé að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Þú færð fullt af mismunandi verkefnum og andrúmsloftið í búðunum er einstakt. Ef þú vilt frekar fara í sjálfboðastarf þar sem þú aðstoðar börn á leikskóla, getum við skipulagt það líka frekar í Hua Hin, þú lætur okkur bara vita.
Frá Hua Hin kemur þú þér sjálf/ur/t til Bangkok þar sem þú slæst í hóp með öðrum bakpokaferðalöngum í epískri hópferð. Eftir nokkra daga í Bangkok heldurðu áfram til Surat Thani áður en þú heimsækir hinn töfrandi Khao Sok þjóðgarð. Frá Khao Sok heldurðu áfram til Koh Pha Ngan áður en þú endar hópferðina í Koh Tao - Paradís kafarana. Og köfun er einmitt það sem er næst á dagskrá.
Þú hefur kannað lífið yfir sjávarmáli, nú er kominn tími til að kanna lífið undir sjávarmáli! Við höfum bætt við 5 daga köfunarnámskeiði á Koh Tao í ferðaáætlunina. Það er ekki bara gaman, heldur færðu einnig PADI vottorð sem þú getur notað þegar þú ferðast aftur. Lífið undir yfirborðinu er ótrúlegt og Koh Tao er fullkominn staður til að kanna það. Dagarnir munu vera blanda af því að kafa, köfunarkennslu og að stunda jóga. Á kvöldin er svo hægt að hanga með hinum ferðalöngunum í hópnum.
Síðasti viðkomustaðurinn í þessari mögnuðu Tælandsferð er Koh Samui. Við höfum bætt við komupakka á uppáhalds farfuglaheimilinu okkar hér, og það sem þú munt gera meðan á dvöl þinni stendur, er algjörlega undir þér komið. Við mælum með að leigja vespu og skoða eyjuna. Vertu svo viss um að enda daginn á The Jungle Club til að njóta sólarlagsins með þetta ótrúlega útsýni fyrir framan þig. Þegar þú ert tilbúin/n til að yfirgefa Koh Samui getur þú flogið aftur heim eða haldið áfram á næsta áfangastað, það er undir þér komið.
Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText
Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.