Lengd

1 mánuður

Áfangastaðir

Tæland

Tegund ferðalags

Bakpokaferðalag

Innifalið í verði

Flug og ævintýri

Verð frá 352,704 ISK
Þessi ferðaáætlun leiðir þig til virkilega flottra og fjölbreyttra staða í Tælandi. Kannaðu Bangkok og ferðastu alla leiðina niður til Hua Hin. Þú ferð í sjálfboðastarf með fílum og öðrum dýrum áður en þú skellir þér til nokkra paradísareyja í suðri. Þetta verður svo sannarlega fjölbreytt og skemmtileg ferð.

Tæland er mjög vinsæll áfangastaður og það er auðvelt að skilja hvers vegna. Uppgötvaðu musterin og frumskógana, njóttu lífsins á hvítum ströndum og borðaðu ótrúlega góðan mat í leiðinni á meðan þú hittir aðra ferðamenn víðsvegar að úr heiminum! Þú getur upplifað og sameinað svo marga mismunandi hluti og staði á stuttum tíma í einni ferð.

Byrjaðu ferð þína með akstri frá flugvellinum í virkilega flott dýralífs sjálfboðastarf hjá Hua Hin. Eftir það heldur þú aftur til Bangkok þar sem þú slæst í för með öðrum bakpokaferðalöngum alla leið niður til Koh Tao með stoppi í Khao Sok þjóðgarðinum og Koh Pha Ngan. Næst tekur við sannkölluð kafaraparadís þegar þú lærir að kafa á Koh Tao. Endaðu ferð þína á Koh Samui áður en þú heldur aftur heim á leið.

 

* Verðið er frá verð og miðar við tvo einstaklinga sem ferðast saman.

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.