Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'
0 Results found
Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'
0 Results found
Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:
Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!
Ferðaleiðin: ✈️ Hanoi – Hanoi – Halong Bay - Hue – Hoi An - Nha Trang – Dalat - Ho Chi Minh City – Phnom Penh - Siem Reap - Bangkok - ✈️Heim
Ath: Þú getur annað hvort sameinað þessa ferð við lengra bakpokaferðalag eða verið bara í þessa daga. Við getum hjálpað þér við að skipuleggja bæði.
Vertu velkomin/n til Hanoi, blómstrandi höfuðborgar Víetnam! Vertu viss um að horfa til beggja hliða þegar þú ferð yfir götuna! Þessi borg, eins og restin af Víetnam, er full af þúsundum mótorhjóla sem leggja leið sína í óskipulagðri umferð. Hanoi er oft annaðhvort upphafs- eða endapunktur ferða um Víetnam, en þó að borgin hafi lagað sig mikið að ferðamönnum þá nær hún enn að halda í uppruna sinn.
Þegar þú ert í Norður-Víetnam höfum við innifalið tvær ofurflottar afþreyingar sem við teljum að séu nauðsynlegar þegar þú heimsækir þetta svæði. Ein er 3 daga Halong Bay ævintýri þar sem þú ferð um flóann. Þegar þú ert kominn aftur á meginlandið bíður þín allt önnur upplifun þar sem við höfum líka innifalið 4 daga gönguævintýri í gegnum þorpin í Sapa. Búast má við stórkostlegu útsýni, grænu gróskumiklu landslagi og tækifæri til að drekka í sig víentamska menningu í litlu þorpunum.
Taktu næturlestina til Hue. Eftir komuna skaltu slaka á og kanna þennan sögufræga bæ á eigin spýtur. Hue er staðsett á bökkum „ilmvatnsfljótsins“ og var höfuðborg Víetnams til ársins 1945. Þó að þessi borg hafi tekið ansi marga slagi í bandaríska stríðinu (þar sem hún er fullkomlega staðsett á miðri leið milli Hanoi í norðurhluta og Saigon til suður) þá á þessi borg enn mikla sögu.
Næst er Hoi An, sem er vinsæll viðkomustaður í bakpokaferð allra um Víetnam. Þessi litli bær er frægur fyrir sérstakt handverk: klæðskera. Láttu búa til föt á einum degi eða hannaðu þína eigin strigaskó. Og allt á mjög viðráðanlegu verði.
Á meðan þú ert að bíða eftir nýju fötunum þínum skaltu kanna gamla miðbæinn í þessum litríka bæ. Hoi An hefur blöndu af víetnömskum, kínverskum, japönskum og evrópskum arkitektúr og áframhaldandi menningarpúls hennar er hluti af ástæðunni fyrir því að Hoi An var sett á heimsminjaskrá UNESCO árið 1999.
Annað gott ráð fyrir Hoi An er að leigja sér reiðhjól og hjóla á ströndina. Þar gæti verið mikið af ferðamönnum en það er líka bara því ströndin er svo falleg!
Hoppaðu um borð í aðra næturlest sem ferð með þig í strandbæinn Nha Trang. Þessi staður er fullkominn ef þú vilt djamma aðeins, eða ef þú vilt bara slappa af á ströndinni. Vertu eins lengi og þú vilt hér.
Þegar þú vilt leggja af stað aftur liggur leið þín til hins fræga fjallabæs Dalat. Dalat er hinn fullkomni staður en þaðan getur þú kannað aðra áfangastaði sem eru úr alfaraleið ef þú hefur áhuga. Hoppaðu aftan á Easy Rider hjól og keyrðu eftir hlykkjóttum vegum um gróskumikil fjöll. Hafðu samband við ferðasérfræðinginn þinn ef þú vilt bæta þessari upplifun við ferðina þína og við komum þér í samband við víetnamskan ökumann.
Síðasti viðkomustaður þinn í Víetnam er perla suðursins á jaðri Mekong-delta: Ho Chi Minh City, eða Saigon eins og hún hét upprunalega. Ef þú hefur ekki gert það enn, þá er kominn tími til að upplifa allt það besta sem matargerð landsins hefur upp á að bjóða. Það eru Pho sölubásar á bókstaflega hverju götuhorni. Fáðu þér sæti, sötraðu á ísköldum Saigon bjór og horfðu á lífið í kringum þig.
Viltu komast út úr borginni? Hvað finnst þér um að bæta við nokkrum aukadögum til að slaka á á hvítum ströndum undir kókospálmatrjám og synda í kristaltærum sjó? Hljómar vel, ekki satt? Þú getur flogið eða tekið bátinn til Phu Quoc eyju og þú færð einmitt það. Við getum hjálpað þér að komast þangað, þú þarft bara að láta okkur vita.
Hittu hópinn af bakpokaferðalöngum sem þú munt ferðast með í skemmtilegri upplifun næstu 8 daga. Ásamt nýju ferðafélögunum mun þú fara í gegnum Víetnam og inn í Kambódíu áður en þú endar í höfuðborginni Phnom Penh. Á leiðinni mæta þér afskekktar eyjar, ljúffengur matur og æðisleg náttúruupplifun. Eftir 8 viðburðaríka daga munt þú landa í Phnom Penh þar sem þú hefur tíma á eigin spýtur til að komast til Siem Reap - heimili hins fræga hofs Angkor Wat.
Þú tekur þér þann tíma sem þú vilt til að koma þér þangað. þegar þangað er komið mælum við með að þú heimsækir hina frægu musterissamstæðu Angkor. Allur garðurinn teygir sig yfir 400 ferkílómetra. Þú gætir því auðveldlega verið í margar vikur að skoða rústir hins forna Khmer-veldis. Skoðaðu hið fræga Angkor Wat sem og fleiri falin frumskógarhof eins og Ta Prohm, Bayon og Baphuon.
Eftir heilan dag af musteriskönnun geturðu farið út til Tonlé Sap til að slaka á. Sólarlagssigling og kaldur bjór er frábær leið til að enda daginn!
Fyrir þá sem vilja virkilega sökkva sér niður í menninguna á staðnum og vilja hafa einhver áhrif á ferð sinni, höfum við bætt við tveggja vikna sjálfboðaliðaprógrammi nálægt Siem Reap. Greenway skólinn í Pul þorpinu í Samraong í Kambódíu kennir börnum, sem koma frá fátækum heimilum og annars hefðu ekki efni á menntun, ensku. Ekki hafa áhyggjur ef þú hefur aldrei kennt áður. Kennarinn á staðnum er með dagskránna og þú þarf bara aðstoða í tímunum. Skapandi hugmyndir frá sjálfboðaliðum eru alltaf vel þegnar, svo ef þú ert með einhvera með færni sem þú vilt kenna, þá er það frábært! Hér snýst allt um að skiptast á þekkingu og menningu. Þú gistir í sjálfboðaliðahúsi á staðnum sem þú deilir með öðrum sjálfboðaliðum. Þannig að þú munt ekki aðeins hitta börn á staðnum, heldur muntu einnig búa mjög náið með sjálfboðaliðum frá öllum heimshornum.
Eftir tvær vikur getur verið að þú viljir ekki einu sinni fara. Ekkert mál, við getum framlengt dvölina fyrir þig.
Þegar þú ert tilbúinn að kveðja þennan ótrúlega stað höfum við innifalið flug heim frá Siem Reap. Ef þú vilt halda ferðinni áfram þarftu aðeins að nefna það og við hjálpum þér að lengja ferðina.
Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText
Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.