Lengd

2-3 mánuðir

Áfangastaðir

Ástralía, Nýja-Sjáland og Balí

Tegund ferðalags

Bakpokaferðalag

Innifalið í verði

Flug, surfbúðir og húsbílaleiga

Verð frá 499,476 ISK
Ef þú ætlar að ferðast um heiminn gætirðu allt eins gert það almennilega, ekki satt? Við höfum búið til þessa ferðaáætlun sem inniheldur það besta sem Nýja-Sjáland, Ástralía og Balí hafa upp á að bjóða.

Ferðin byrjar í Auckland á Nýja-Sjálandi þar sem þú sækir húsbílinn sem verður heimili þitt næstu 4 vikurnar. Einn mánuður gæti hljómað eins og langur tími, en treystu okkur - það eru SVO margir ótrúlegir staðir til að skoða á báðum eyjum Nýja-Sjálands svo tíminn verður fljótur að líða!

Næst er það Ástralía þar sem þú munt innrita þig á eitt uppáhalds hostelið okkar á Bondi ströndinni. Eftir nokkra daga hér hefurðu tíma til að skoða Ástralíu á eigin spýtur, með rútu eða í húsbíl. Þú ræður! Síðasta stoppið í þessari ferðaáætlun er Balí, þar sem við höfum innifalið 4 daga surfbúðir með gistingu í Canggu. Njóttu afslappaðs andrúmslofts og lærðu á öldurnar!

Mundu að þessi ferðaáætlun er aðeins tillaga og þú getur sérsniðið hana eins og þú vilt. Ef þér finnst þetta vera eitthvað fyrir þig, hafðu þá samband og við látum drauma þína rætast!

*Byrjunarverð á mann, meðað við að tveir ferðist saman

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.